Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 11:00 Per-Mathias Högmo og hans menn voru teknir í bakaríið af Sandefjord með Stefán Inga Sigurðarson fremstan í flokki. Samsett/Getty/Sandefjord Eftir að Stefán Ingi Sigurðarson hafði farið illa með lið Molde í fyrradag sá þjálfari Molde, Per-Mathias Högmo, sig tilneyddan til að greiða kröfu frá ósáttum stuðningsmanni. Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark. Norski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark.
Norski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira