Af hverju má Asensio spila í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 14:31 Asensio fagnar marki gegn Club Brugge í síðasta mánuði. Hann hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum fyrir Aston Villa. AP Photo/Darren Staples Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira