Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar 9. apríl 2025 19:31 Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð. Flest viljum við leggja okkar að mörkum til að byggja og styrkja þetta land í samvinnu allra íbúa með frelsi, stolt og lýðræði að leiðarljósi. En þessar hugmyndir sem laða fólk að hinu fallega Íslandi eru smám saman að dofna í ljósi vandamála, áskorana og ekki síst samkeppni – jafnvel baráttu þeirra sem ættu að geta unnið saman að hagsmunum samfélagsins alls. Er það ekki ástæðan fyrir því að fólk ákveður að taka þátt í stjórnmálum? Er það ekki tilgangurinn með því að vera fulltrúi fólks sem ekki hefur sterka rödd í samfélaginu? Þannig vildi ég nýta rödd mína þegar mér gast tækifæri til að sitja um tíma sem varaþingmaður Flokks fólksins á Alþingi í apríl. Á elsta þingi heims, fyrirmyndinni að því hversu miklu er hægt að áorka með því að ræða saman og leita sameiginlegra lausna. Nauðsynlegar umbætur á menntakerfinu Og það er margt sem þarf að ræða. Auk vel þekktra vandamála eins og varðandi húsnæðismarkaðinn, verðbólgu og græðgi bankanna, sem lifa á kostnað lántakenda, eru líka sérstakar áskoranir fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Nýleg verkföll kennara hafa sýnt okkur að menntakerfið þarfnast umbóta. Það er ekki lengur í takti við þann veruleika að stór hluti nemenda talar ekki íslensku. Fjölga verður faglærðum kennurum, sálfræðingum og sérfræðingum. Þessir sérfræðingar eru til staðar hér á Íslandi – fleiri en okkur kannski grunar - en því miður tala sumir þeirra ekki íslensku. Þar með er þetta fólk útilokað frá ýmsum störfum, þrátt fyrir að hafa menntun og reynslu sem munað getur um og stytt biðlista eftir þjónustu. Þegar ég kom hingað talaði ég ekki orð í íslensku en fékk samt tækifæri og traust til að nýta mína menntun og reynslu í vinnu með börnum. Hér eru talmeinafræðingar, sálfræðingar og þjálfarar sem gætu hjálpað börnum og foreldrum sem tala sama tungumál – eða að minnsta kosti nægilega góða ensku. Hversu mörg vandamál yrðu leyst með aðstoð menningartengiliða – fólks sem hefur búið hér í mörg ár og kann að brúa bilið milli menningar upprunalandsins síns og íslenskrar menningar? Það er allt annað að fá ráð frá samlöndum sem þegar hafa reynslu af nýja landinu en frá Íslendingi sem er erfitt að treysta til að byrja með, vegna tungumála- og menningarlegra hindrana. Stórbæta þarf túlkaþjónustu Og hvað með börn sem koma frá stríðshrjáðum svæðum? Við hverja eiga þau auðveldara með að tala og opna sig? Treysta þau frekar einhverjum sem þau tala við í gegnum túlka, eða einhverjum sem talar þeirra eigið tungumál og deilir sambærilegri reynslu – jafnvel bara þeirri tilfinningu að vera týndur í nýju landi sem þau skilja ekki? Túlkaþjónusta er annað mál sem Alþingi ætti að setja reglur um – of mörg mikilvæg fundargögn eru þýdd af tilviljanakenndu fólki sem hefur ekki nægjanlegan orðaforða á sérhæfðum sviðum eins og í menntamálum, heilbrigðisþjónustu og félagsmálum. Margir íslenskir ríkisborgarar af erlendum bergi brotnir vilja læra tungumálið en hafa hvorki fjármagn, tíma né orku til þess. Þriggja barna foreldri getur átt erfitt með að finna tíma og kraft til að læra íslensku eftir vinnu – oft eftir aðra eða þriðju vinnu. Íslenska er ekki auðvelt tungumál. Fjárfestum í framtíðinni Væri fjárfesting í ókeypis tungumála- og menningarnámskeiðum á vinnutíma ekki arðbær til lengri tíma litið? Væri ekki betra að fjárfesta í menntun barna og fullorðinna í stað þess að greiða síðar fyrir atvinnuleysi, veikindi og kulnun hjá fólki sem getur ekki haldið út í tvöfaldri og jafnvel þrefaldri vinnu í mörg ár til að tryggja fjölskyldu sinni mannsæmandi líf? Því skiptir ekki máli hvaðan við komum, hvort við tölum með hreim eða ekki. Það sem sameinar okkur er ástin á þessu landi. Sumir hafa elskað það í áratugi, aðrir í nokkur ár, en okkur er öllum annt um framtíð þess. Börnin okkar vaxa hér upp og munu sameiginlega fara inn á vinnumarkað framtíðarinnar. Það er undir okkur komið hvernig við undirbúum þau fyrir það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð. Flest viljum við leggja okkar að mörkum til að byggja og styrkja þetta land í samvinnu allra íbúa með frelsi, stolt og lýðræði að leiðarljósi. En þessar hugmyndir sem laða fólk að hinu fallega Íslandi eru smám saman að dofna í ljósi vandamála, áskorana og ekki síst samkeppni – jafnvel baráttu þeirra sem ættu að geta unnið saman að hagsmunum samfélagsins alls. Er það ekki ástæðan fyrir því að fólk ákveður að taka þátt í stjórnmálum? Er það ekki tilgangurinn með því að vera fulltrúi fólks sem ekki hefur sterka rödd í samfélaginu? Þannig vildi ég nýta rödd mína þegar mér gast tækifæri til að sitja um tíma sem varaþingmaður Flokks fólksins á Alþingi í apríl. Á elsta þingi heims, fyrirmyndinni að því hversu miklu er hægt að áorka með því að ræða saman og leita sameiginlegra lausna. Nauðsynlegar umbætur á menntakerfinu Og það er margt sem þarf að ræða. Auk vel þekktra vandamála eins og varðandi húsnæðismarkaðinn, verðbólgu og græðgi bankanna, sem lifa á kostnað lántakenda, eru líka sérstakar áskoranir fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Nýleg verkföll kennara hafa sýnt okkur að menntakerfið þarfnast umbóta. Það er ekki lengur í takti við þann veruleika að stór hluti nemenda talar ekki íslensku. Fjölga verður faglærðum kennurum, sálfræðingum og sérfræðingum. Þessir sérfræðingar eru til staðar hér á Íslandi – fleiri en okkur kannski grunar - en því miður tala sumir þeirra ekki íslensku. Þar með er þetta fólk útilokað frá ýmsum störfum, þrátt fyrir að hafa menntun og reynslu sem munað getur um og stytt biðlista eftir þjónustu. Þegar ég kom hingað talaði ég ekki orð í íslensku en fékk samt tækifæri og traust til að nýta mína menntun og reynslu í vinnu með börnum. Hér eru talmeinafræðingar, sálfræðingar og þjálfarar sem gætu hjálpað börnum og foreldrum sem tala sama tungumál – eða að minnsta kosti nægilega góða ensku. Hversu mörg vandamál yrðu leyst með aðstoð menningartengiliða – fólks sem hefur búið hér í mörg ár og kann að brúa bilið milli menningar upprunalandsins síns og íslenskrar menningar? Það er allt annað að fá ráð frá samlöndum sem þegar hafa reynslu af nýja landinu en frá Íslendingi sem er erfitt að treysta til að byrja með, vegna tungumála- og menningarlegra hindrana. Stórbæta þarf túlkaþjónustu Og hvað með börn sem koma frá stríðshrjáðum svæðum? Við hverja eiga þau auðveldara með að tala og opna sig? Treysta þau frekar einhverjum sem þau tala við í gegnum túlka, eða einhverjum sem talar þeirra eigið tungumál og deilir sambærilegri reynslu – jafnvel bara þeirri tilfinningu að vera týndur í nýju landi sem þau skilja ekki? Túlkaþjónusta er annað mál sem Alþingi ætti að setja reglur um – of mörg mikilvæg fundargögn eru þýdd af tilviljanakenndu fólki sem hefur ekki nægjanlegan orðaforða á sérhæfðum sviðum eins og í menntamálum, heilbrigðisþjónustu og félagsmálum. Margir íslenskir ríkisborgarar af erlendum bergi brotnir vilja læra tungumálið en hafa hvorki fjármagn, tíma né orku til þess. Þriggja barna foreldri getur átt erfitt með að finna tíma og kraft til að læra íslensku eftir vinnu – oft eftir aðra eða þriðju vinnu. Íslenska er ekki auðvelt tungumál. Fjárfestum í framtíðinni Væri fjárfesting í ókeypis tungumála- og menningarnámskeiðum á vinnutíma ekki arðbær til lengri tíma litið? Væri ekki betra að fjárfesta í menntun barna og fullorðinna í stað þess að greiða síðar fyrir atvinnuleysi, veikindi og kulnun hjá fólki sem getur ekki haldið út í tvöfaldri og jafnvel þrefaldri vinnu í mörg ár til að tryggja fjölskyldu sinni mannsæmandi líf? Því skiptir ekki máli hvaðan við komum, hvort við tölum með hreim eða ekki. Það sem sameinar okkur er ástin á þessu landi. Sumir hafa elskað það í áratugi, aðrir í nokkur ár, en okkur er öllum annt um framtíð þess. Börnin okkar vaxa hér upp og munu sameiginlega fara inn á vinnumarkað framtíðarinnar. Það er undir okkur komið hvernig við undirbúum þau fyrir það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun