Blótar háum sektum fyrir það að blóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 18:01 Carlos Sainz yngri er mjög ósáttur með að fá risasekt fyrir að blóta. Getty/Paddocker Alþjóðaakstursíþróttasambandið er í herferð gegn blótsyrðum og það er óhætt að segja að ökumenn í formúlu 1 séu ekki sáttir við framkvæmdina. Nú hafa sektirnar hækkað mikið og ökumenn eiga auk þess á hættu að verða settir í bann brjóti þeir oft af sér. Einn af þeim ósáttu með þessa hörðu línu er Spánverjinn Carlos Sainz. Sainz hefur bæði verið sektaður fyrir að mæta of seint sem og fyrir að blóta. NRK segir frá. Ökumennirnir hafa meðal annars farið þá leið að veita ekki viðtöl á ensku heldur aðeins á sínu eigin tungumáli. Það gera þeir til að mótmæla háum sektum og ofstjórn samtakanna. „Að mínu mati þá er það úti í hött að við þurfum að borga svona háar sektir. Ég veit ekki hvort ég fái aðra sekt fyrir að segja þetta en svona er þetta bara,“ sagði Carlos Sainz á blaðamannafundi fyrir Barein kappaksturinn um helgina. Í tengslum við síðasta kappakstur í Japan þá fékk Sainz 2,8 milljón króna sekt fyrir að mæta of seint í þjóðsönginn. Spánverjinn sagði hafa verið með í maganum og liðslæknirinn staðfesti það seinna. Sainz notaði þarna orðalagið "shit happens" og það er blótsyrði. Hann á von á 5,5 milljón króna sekt fyrir það. Það er ekki vitað hvort að mótmælaaðgerðir ökumannanna hafi einhver áhrif en yfirmenn þeirra vilja alls ekki heyra blótsyrði, hvorki í kallkerfi bílanna né í viðtölum við blaðamenn. Meðan reglurnar eru í gildi og ökumennirnir missa ljót orð út úr sér er því líklegt að þeir haldi áfram að missa stórar upphæðir út af bankareikningum sínum. Carlos Sainz was asked about his fine for being late to the national anthem at the Japanese Grand Prix after going to the bathroom 🤷 pic.twitter.com/dsskCCK3Pa— ESPN F1 (@ESPNF1) April 10, 2025 Akstursíþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nú hafa sektirnar hækkað mikið og ökumenn eiga auk þess á hættu að verða settir í bann brjóti þeir oft af sér. Einn af þeim ósáttu með þessa hörðu línu er Spánverjinn Carlos Sainz. Sainz hefur bæði verið sektaður fyrir að mæta of seint sem og fyrir að blóta. NRK segir frá. Ökumennirnir hafa meðal annars farið þá leið að veita ekki viðtöl á ensku heldur aðeins á sínu eigin tungumáli. Það gera þeir til að mótmæla háum sektum og ofstjórn samtakanna. „Að mínu mati þá er það úti í hött að við þurfum að borga svona háar sektir. Ég veit ekki hvort ég fái aðra sekt fyrir að segja þetta en svona er þetta bara,“ sagði Carlos Sainz á blaðamannafundi fyrir Barein kappaksturinn um helgina. Í tengslum við síðasta kappakstur í Japan þá fékk Sainz 2,8 milljón króna sekt fyrir að mæta of seint í þjóðsönginn. Spánverjinn sagði hafa verið með í maganum og liðslæknirinn staðfesti það seinna. Sainz notaði þarna orðalagið "shit happens" og það er blótsyrði. Hann á von á 5,5 milljón króna sekt fyrir það. Það er ekki vitað hvort að mótmælaaðgerðir ökumannanna hafi einhver áhrif en yfirmenn þeirra vilja alls ekki heyra blótsyrði, hvorki í kallkerfi bílanna né í viðtölum við blaðamenn. Meðan reglurnar eru í gildi og ökumennirnir missa ljót orð út úr sér er því líklegt að þeir haldi áfram að missa stórar upphæðir út af bankareikningum sínum. Carlos Sainz was asked about his fine for being late to the national anthem at the Japanese Grand Prix after going to the bathroom 🤷 pic.twitter.com/dsskCCK3Pa— ESPN F1 (@ESPNF1) April 10, 2025
Akstursíþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira