Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 23:21 Justin Rose hefur ástæðu til að brosa enda í forystu þegar Mastersmótið er hálfnað. Getty/Andrew Redington Englendingurinn Justin Rose hélt forystu sinni á Mastersmótinu í golfi eftir annan dag fyrsta risamóts ársins. Það var samt mikil munur á spilamennsku hans á milli daga. Justin Rose lék annan hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Þetta var samt skrautlegur hringur hjá Englendingnum með fjórum fuglum og þremur skollum. Hann lék fyrsta daginn á sjö undir pari og er því átta höggum undir pari samanlagt. Bryson DeChambeau er í öðru sæti. Bandaríkjamaðurinn öflugi spilaði á fjórum höggum undir pari eftir að hafa verið á þremur höggum undir pari daginn áður. Hann er því samtals á sjö höggum undir pari eða einu höggi á eftir Rose. Norður Írinn Rory McIlroy átti frábæran dag. Hann lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari. McIlroy fékk engan skolla, fjóra fugla og svo örn á þrettándu holunni. McIlroy er í þriðja sætinu, tveimur höggum á eftir fremsta manni. McIlroy er ekki einn í þriðja sætinu því þar er einnig Kanadamaðurinn Corey Conners. Conners lék á tveimur höggum undir pari í dag og er því líka á sex höggum undir parinu. Ríkjandi meistari, Scottie Scheffler, gerði mistök við lok hringsins og datt niður í fimmta sætið en hann er á fimm höggum undir pari. Þar eru einnig Matt McCarty, Shane Lowry og Tyrrell Hatton. Hatton var kominn sjö undir par en tapaði tveimur höggum með skollum á sextándu og sjöundu. Mastersmótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 alla helgina. Upphitun fyrir þriðja daginn hefst klukkan 15.30 á morgun og útsending frá hringnum hefst síðan klukkan 16.00. Masters-mótið Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Justin Rose lék annan hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Þetta var samt skrautlegur hringur hjá Englendingnum með fjórum fuglum og þremur skollum. Hann lék fyrsta daginn á sjö undir pari og er því átta höggum undir pari samanlagt. Bryson DeChambeau er í öðru sæti. Bandaríkjamaðurinn öflugi spilaði á fjórum höggum undir pari eftir að hafa verið á þremur höggum undir pari daginn áður. Hann er því samtals á sjö höggum undir pari eða einu höggi á eftir Rose. Norður Írinn Rory McIlroy átti frábæran dag. Hann lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari. McIlroy fékk engan skolla, fjóra fugla og svo örn á þrettándu holunni. McIlroy er í þriðja sætinu, tveimur höggum á eftir fremsta manni. McIlroy er ekki einn í þriðja sætinu því þar er einnig Kanadamaðurinn Corey Conners. Conners lék á tveimur höggum undir pari í dag og er því líka á sex höggum undir parinu. Ríkjandi meistari, Scottie Scheffler, gerði mistök við lok hringsins og datt niður í fimmta sætið en hann er á fimm höggum undir pari. Þar eru einnig Matt McCarty, Shane Lowry og Tyrrell Hatton. Hatton var kominn sjö undir par en tapaði tveimur höggum með skollum á sextándu og sjöundu. Mastersmótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 alla helgina. Upphitun fyrir þriðja daginn hefst klukkan 15.30 á morgun og útsending frá hringnum hefst síðan klukkan 16.00.
Masters-mótið Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira