Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2025 15:24 Haraldur Franklín Magnús er ekki sannfærður um að Rory McIlroy takist loks að vinna Masters-mótið í golfi. Vísir/Lýður Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri. McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4. Masters-mótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
McIlroy fór hamförum á þriðja hring mótsins í gær. Hann setti mótsmet er hann lék fyrstu sex holur vallar á þremur höggum og fékk þar örn og þrjá fugla. Hann lék hringinn á sex undir pari vallar, annan daginn í röð og er á tólf undir pari í heildina. „Þetta eru jólin fyrir áhugamenn um golf að fylgjast með Masters,“ segir Haraldur Franklín Magnús, einn fremsti kylfingur landsins. Hann segir gengi McIlroy í gær gilda lítið ef hann mætir ekki klár í slaginn í dag. „Það er oft sagt að þetta byrji á seinni níu holunum lokadaginn. Eiginlega allt fyrir það er fyrri hálfleikur. Þarna byrjar keppnin, það er ennþá nóg eftir,“ segir Haraldur. McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en fái hann loksins græna jakkann fræga fullkomnar hann alslemmuna, enda Masters eina risamótið sem hann á eftir að vinna. Haraldur býst við einvígi milli McIlroy og Bandaríkjamannsins Bryson DeChambeau, sem átti fínasta hring í gær og er aðeins tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég held það. En ef þeir fara illa af stað eru margir þarna fyrir neðan sem gætu farið með þeim í baráttuna. Ég held með Åberg, Svíanum, sem er þarna svolítið á eftir. Ég vona að hann standi sig og hleypi smá meiri spennu í þetta. En ég held þetta verði milli þeirra tveggja,“ segir Haraldur. Er loksins komið að þessu hjá Rory? „Ég held ekki. Ég er kannski smá svartsýnn en ég held hann klúðri þessu. En þetta verður samt gaman, ég reyndar held með honum en ég hef ekki alveg næga trú á þessu,“ segir Haraldur og glottir. Haraldur mun hita upp fyrir Masters-mótið ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Inga Rúnari Gíslasyni á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:30. Keppni hefst klukkan 16:00 og verður í beinni fram eftir kvöldi, einnig á Stöð 2 Sport 4.
Masters-mótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira