Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 18:00 Max Verstappen hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. EPA-EFE/ALI HAIDER Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur áhyggjur af framtíð Max Verstappen eftir slaka byrjun á tímabilinu. Heimsmeistarinn Verstappen endaði í 6. sæti í Barein um liðna helgi og er sem stendur í 3. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna, átta stigum á eftir Lando Norris hjá McLaren. „Áhyggjurnar eru raunverulegar. Við verðum að bæta okkur í náinni framtíð svo hann komist á sigurbraut á ný. Við verðum að setja saman bíl sem getur barist um heimsmeistaratitla,“ sagði Helmut í viðtali. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 en samkvæmt Helmut er klásúla í samningnum tengd árangri Verstappen sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið. Ekki er vitað nákvæmlega hvað segir í klásúlunni en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þarf Red Bull að vera með bíl sem getur barist um titla, ef ekki getur Verstappen farið. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, hefur viðurkennt að vandræði bílsins séu þau sömu og á síðustu leiktíð þar sem Verstappen vann aðeins tvær af síðustu 13 keppnum tímabilsins. Þökk sé ótrúlegri forystu tókst Hollendingnum að landa heimsmeistaratitli ökumanna, eitthvað sem virðist ólíklegt í ár. Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Verstappen endaði í 6. sæti í Barein um liðna helgi og er sem stendur í 3. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna, átta stigum á eftir Lando Norris hjá McLaren. „Áhyggjurnar eru raunverulegar. Við verðum að bæta okkur í náinni framtíð svo hann komist á sigurbraut á ný. Við verðum að setja saman bíl sem getur barist um heimsmeistaratitla,“ sagði Helmut í viðtali. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 en samkvæmt Helmut er klásúla í samningnum tengd árangri Verstappen sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið. Ekki er vitað nákvæmlega hvað segir í klásúlunni en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þarf Red Bull að vera með bíl sem getur barist um titla, ef ekki getur Verstappen farið. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, hefur viðurkennt að vandræði bílsins séu þau sömu og á síðustu leiktíð þar sem Verstappen vann aðeins tvær af síðustu 13 keppnum tímabilsins. Þökk sé ótrúlegri forystu tókst Hollendingnum að landa heimsmeistaratitli ökumanna, eitthvað sem virðist ólíklegt í ár.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira