Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 11:32 Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í lokahollinu á Mastersmótinu en töluðu ekkert saman á öllum hringnum. getty/Richard Heathcote Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í síðasta hollinu á Mastersmótinu í golfi á lokadeginum en annar þeirra sá til þess að samskiptin þeirra á milli voru engin. DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Masters-mótið Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Masters-mótið Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira