Albert sagður á óskalista Everton og Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 23:31 Er Albert á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er nokkuð óvænt sagður á óskalista Ítalíumeistara Inter Milan og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Hinn 27 ára gamli Albert er sem stendur á láni hjá Fiorentina í Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Samningur Genoa við Fiorentina innihélt klásúlu sem gerði það að verkum að síðarnefnda liðið þyrfti að kaupa landsliðsmanninn að tímabilinu loknu. Þrátt fyrir að hafa glímt við ýmis meiðsli á leiktíðinni hefur Albert komið við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum, skorað 8 mörk og gefið 2 stoðsendingar. Hann var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina tryggði sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í gær, fimmtudag. EXCL: Everton are interested in Albert Gudmundsson, Genoa forward on loan at Fiorentina.Story from myself and @FrazFletcher on @TEAMtalk 🤝 And I have another #EFC forward target to reveal tomorrow… https://t.co/Qd81PJNqe9— Harry Watkinson (@HJWatkinson) April 17, 2025 Það er TEAMtalk sem greinir frá því að David Moyes sé með Albert á óskalista sínum hjá Everton. Skotinn knái hefur heldur betur snúið við gengi bláa liðsins í Bítlaborginni og situr liðið sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, jafn mörg og Manchester United. Everton er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Alberti en ríkjandi Ítalíumeistarar eru einnig sagðir renna hýru auga til KR-ingsins. Inter hafði einnig áhuga fyrir ári síðan en ákvað að gera ekkert þá. Inter er sem stendur með þriggja stiga forystu á Napoli á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir í Serie A. Fiorentina er í 8. sæti með 53 stig, sex á eftir Juventus í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar fylgdi vel eftir og stangaði boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Albert er sem stendur á láni hjá Fiorentina í Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Samningur Genoa við Fiorentina innihélt klásúlu sem gerði það að verkum að síðarnefnda liðið þyrfti að kaupa landsliðsmanninn að tímabilinu loknu. Þrátt fyrir að hafa glímt við ýmis meiðsli á leiktíðinni hefur Albert komið við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum, skorað 8 mörk og gefið 2 stoðsendingar. Hann var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina tryggði sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í gær, fimmtudag. EXCL: Everton are interested in Albert Gudmundsson, Genoa forward on loan at Fiorentina.Story from myself and @FrazFletcher on @TEAMtalk 🤝 And I have another #EFC forward target to reveal tomorrow… https://t.co/Qd81PJNqe9— Harry Watkinson (@HJWatkinson) April 17, 2025 Það er TEAMtalk sem greinir frá því að David Moyes sé með Albert á óskalista sínum hjá Everton. Skotinn knái hefur heldur betur snúið við gengi bláa liðsins í Bítlaborginni og situr liðið sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, jafn mörg og Manchester United. Everton er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Alberti en ríkjandi Ítalíumeistarar eru einnig sagðir renna hýru auga til KR-ingsins. Inter hafði einnig áhuga fyrir ári síðan en ákvað að gera ekkert þá. Inter er sem stendur með þriggja stiga forystu á Napoli á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir í Serie A. Fiorentina er í 8. sæti með 53 stig, sex á eftir Juventus í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar fylgdi vel eftir og stangaði boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira