Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 11:26 Katrín Jakobsdóttir gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ár. Vísir/Vilhelm „Þetta var ekki ár vonbrigða heldur ár endurfæðinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali í Sprengisandi. Hún baðst lausnar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar sinnar í apríl á síðasta ári og bauð sig síðan fram til forseta Íslands. Katrín hlaut ekki kjör og tók að sér í staðinn alls kyns störf, til að mynda setu í Hringborði norðurslóða. „Mikilvægt er að vinna úr því en það er mikilvægt að leggja það að baki. En það eru forréttindi að fá að fara í gegnum það á þessum aldri,“ segir Katrín sem tók þátt í stjórnmálastarfi í um tuttugu ár. „Ég neita því ekki að ég upplifði mikla sorg eftir úrslit kosninganna og ég upplifði hægri sveiflu.“ Flokkur Katrínar, Vinstri græn, hlaut ekki kjör í Alþingiskosningunum í lok árs 2024. Katrín sat í svokölluðu heiðurssæti á framboðslista. „Síðan er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir allir riðu ekki feitum hestum í þessum kosningum,“ segir hún. Flokkarnir í ríkisstjórn Katrínar, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Allir flokkarnir misstu fylgi í kosningunum. Framsóknarflokkurinn fékk fimm kjörna fulltrúa og misstu því átta þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjórtán kjörna fulltrúa, tveimur færri en þeir hlutu í kosningunum 2021. Líkt og áður kom fram misstu Vinstri grænir alla þingmenn sína sem voru áður átta. Ríkisstjórn sem upplifði fordæmalausa tíma „Þessi ríkisstjórn sat í hartnær sjö ár og hún fékk stærri verkefni en flestir aðrir,“ segir Katrín. Í þau sjö ár sem ríkisstjórnin starfaði kom upp til að mynda heimsfaraldur, tíð eldgos á Reykjanesskaganum og stríð í Evrópu. Katrín lýsir öllum þeim vendingum sem áttu sér stað á tíma ríkisstjórnarinnar sem erfiðum áskorunum. „Þegar maður fer yfir þetta, þetta eru eiginlega fordæmalausir tímar,“ segir Katrín. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír voru náðu þvert yfir pólitíska litrófið og segir Katrín það hafa reynt á samstarfið. „Þetta voru ólíkir flokkar, það var líka vandmeðfarið frá upphafi að halda því saman. Tali ég nú ekki um þegar maður fær svona holskeflur yfir sig en í raun var verið að skila miklum árangri alveg frá síðasta dag,“ segir hún. „Það var vissulega oft togstreita í ríkisstjórnarsamstarfinu en ég meina það held ég hafi engum dulist. Það breytir því ekki að það var verið að skila árangri alveg fram á lokatímann.“ Ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttur hóf samstarfið sitt eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 og hlaut aftur kjör árið 2021. „Að einhverju leiti héldu þær okkur saman þessar kosningar 2021 og ég átti ekki endilega von á því að ríkisstjórnin myndi halda sinni stöðu í þeim kosningum. Satt að segja átti ég ekki von á því og vafalaust er það vegna heimsfaraldurs,“ segir hún. Tilburðir stórra ríkja áhyggjuefni fyrir Ísland Katrín starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða en hópurinn var stofnaður meðal annars af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta Íslands. „Aldrei hafi verið mikilvægara að eiga samtal um málefni norðurslóða. Þar sem við erum að sjá áhrif loftslagsáhrifa birtast með enn meiri hraða og enn dýpri afleiðingum en víða annars staðar í heiminum þar sem ísinn er að bráðna á ógnarhraða,“ segir hún. Katrín segir nýjustu vendingar á alþjóðavettvangi vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Hún tekur sem dæmi innrás Rússa í Úkraínu og hótanir Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland, sem er í eigu Dana. „Bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessar straumar. Fyrir Ísland, við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar,“ segir hún. „Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland.“ Hún leggur mikla áherslu á að Ísland þurfi að eiga í virku samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf.“ Hér var einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hringborð norðurslóða Sprengisandur Vinstri græn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Hún baðst lausnar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar sinnar í apríl á síðasta ári og bauð sig síðan fram til forseta Íslands. Katrín hlaut ekki kjör og tók að sér í staðinn alls kyns störf, til að mynda setu í Hringborði norðurslóða. „Mikilvægt er að vinna úr því en það er mikilvægt að leggja það að baki. En það eru forréttindi að fá að fara í gegnum það á þessum aldri,“ segir Katrín sem tók þátt í stjórnmálastarfi í um tuttugu ár. „Ég neita því ekki að ég upplifði mikla sorg eftir úrslit kosninganna og ég upplifði hægri sveiflu.“ Flokkur Katrínar, Vinstri græn, hlaut ekki kjör í Alþingiskosningunum í lok árs 2024. Katrín sat í svokölluðu heiðurssæti á framboðslista. „Síðan er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir allir riðu ekki feitum hestum í þessum kosningum,“ segir hún. Flokkarnir í ríkisstjórn Katrínar, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Allir flokkarnir misstu fylgi í kosningunum. Framsóknarflokkurinn fékk fimm kjörna fulltrúa og misstu því átta þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjórtán kjörna fulltrúa, tveimur færri en þeir hlutu í kosningunum 2021. Líkt og áður kom fram misstu Vinstri grænir alla þingmenn sína sem voru áður átta. Ríkisstjórn sem upplifði fordæmalausa tíma „Þessi ríkisstjórn sat í hartnær sjö ár og hún fékk stærri verkefni en flestir aðrir,“ segir Katrín. Í þau sjö ár sem ríkisstjórnin starfaði kom upp til að mynda heimsfaraldur, tíð eldgos á Reykjanesskaganum og stríð í Evrópu. Katrín lýsir öllum þeim vendingum sem áttu sér stað á tíma ríkisstjórnarinnar sem erfiðum áskorunum. „Þegar maður fer yfir þetta, þetta eru eiginlega fordæmalausir tímar,“ segir Katrín. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír voru náðu þvert yfir pólitíska litrófið og segir Katrín það hafa reynt á samstarfið. „Þetta voru ólíkir flokkar, það var líka vandmeðfarið frá upphafi að halda því saman. Tali ég nú ekki um þegar maður fær svona holskeflur yfir sig en í raun var verið að skila miklum árangri alveg frá síðasta dag,“ segir hún. „Það var vissulega oft togstreita í ríkisstjórnarsamstarfinu en ég meina það held ég hafi engum dulist. Það breytir því ekki að það var verið að skila árangri alveg fram á lokatímann.“ Ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttur hóf samstarfið sitt eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 og hlaut aftur kjör árið 2021. „Að einhverju leiti héldu þær okkur saman þessar kosningar 2021 og ég átti ekki endilega von á því að ríkisstjórnin myndi halda sinni stöðu í þeim kosningum. Satt að segja átti ég ekki von á því og vafalaust er það vegna heimsfaraldurs,“ segir hún. Tilburðir stórra ríkja áhyggjuefni fyrir Ísland Katrín starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða en hópurinn var stofnaður meðal annars af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta Íslands. „Aldrei hafi verið mikilvægara að eiga samtal um málefni norðurslóða. Þar sem við erum að sjá áhrif loftslagsáhrifa birtast með enn meiri hraða og enn dýpri afleiðingum en víða annars staðar í heiminum þar sem ísinn er að bráðna á ógnarhraða,“ segir hún. Katrín segir nýjustu vendingar á alþjóðavettvangi vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Hún tekur sem dæmi innrás Rússa í Úkraínu og hótanir Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland, sem er í eigu Dana. „Bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessar straumar. Fyrir Ísland, við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar,“ segir hún. „Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland.“ Hún leggur mikla áherslu á að Ísland þurfi að eiga í virku samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf.“ Hér var einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hringborð norðurslóða Sprengisandur Vinstri græn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira