Evrópumeistararnir fóru hamförum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 18:04 Leikmenn Barcelona höfðu nóg af ástæðum til að fagna í kvöld. David Ramos/Getty Images Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi. Snemma var ljóst að Chelsea átti við ofurefli að etja í kvöld. Snemma leiks fengu heimakonur vítaspyrnu en Hannah Hampton varði frá Alexiu Putellas og gestirnir lifðu á lyginni. ✋ Hannah Hampton denies Alexia Putellas from the penalty spot!Watch Barcelona v. Chelsea live and free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/TduCB6yZSk— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Á 35. mínútu átti Putellas frábæra sendingu á Ewu Pajor sem kom Barcelona í 1-0. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. ✨ Alexia's pass, Pajor's finish 😍Watch Barcelona v. Chelsea live and free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/BaEjzG4g1s— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Claudia Pina tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Ona Batlle þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. ⚡ Claudia Pina sprinting almost the entire length of the pitch to double Barcelona's lead against Chelsea!Watch the game live on DAZN and join the DAZN FanZone! ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/vfuxp5Wi69— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Sandy Baltimore gaf gestunum von þegar hún minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar eftir sendingu Catarina Macario. Það hefði verið ágætis niðurstaða að vera aðeins marki undir fyrir síðari leikinn en Börsungar voru ekki á sama máli. 💥 Hope for Chelsea, as Sandy Baltimore blasts this one into the Barcelona net!Watch the game live on DAZN and join the DAZN FanZone! ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/eFsLE3vk4t— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Á 82. mínútu gerði Irene Paredes út um leikinn eftir fast leikatriði Pina. Það var svo sú síðarnefnda sem fór langleiðina með að klára einvígið þegar hún gerði fjórða mark Barcelona skömmu síðar eftir undirbúning Putellas. ❗ Irene Paredes wins the aerial battle and restores Barcelona's two-goal lead, 3-1!Watch the game live on DAZN and join the DAZN FanZone! ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/xVAAEGTk8y— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Lokatölur 4-1 og fátt sem virðist geta stöðvað Barcelona í að verja Evrópumeistaratitil sinn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Snemma var ljóst að Chelsea átti við ofurefli að etja í kvöld. Snemma leiks fengu heimakonur vítaspyrnu en Hannah Hampton varði frá Alexiu Putellas og gestirnir lifðu á lyginni. ✋ Hannah Hampton denies Alexia Putellas from the penalty spot!Watch Barcelona v. Chelsea live and free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/TduCB6yZSk— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Á 35. mínútu átti Putellas frábæra sendingu á Ewu Pajor sem kom Barcelona í 1-0. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. ✨ Alexia's pass, Pajor's finish 😍Watch Barcelona v. Chelsea live and free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/BaEjzG4g1s— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Claudia Pina tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Ona Batlle þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. ⚡ Claudia Pina sprinting almost the entire length of the pitch to double Barcelona's lead against Chelsea!Watch the game live on DAZN and join the DAZN FanZone! ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/vfuxp5Wi69— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Sandy Baltimore gaf gestunum von þegar hún minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar eftir sendingu Catarina Macario. Það hefði verið ágætis niðurstaða að vera aðeins marki undir fyrir síðari leikinn en Börsungar voru ekki á sama máli. 💥 Hope for Chelsea, as Sandy Baltimore blasts this one into the Barcelona net!Watch the game live on DAZN and join the DAZN FanZone! ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/eFsLE3vk4t— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Á 82. mínútu gerði Irene Paredes út um leikinn eftir fast leikatriði Pina. Það var svo sú síðarnefnda sem fór langleiðina með að klára einvígið þegar hún gerði fjórða mark Barcelona skömmu síðar eftir undirbúning Putellas. ❗ Irene Paredes wins the aerial battle and restores Barcelona's two-goal lead, 3-1!Watch the game live on DAZN and join the DAZN FanZone! ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/xVAAEGTk8y— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) April 20, 2025 Lokatölur 4-1 og fátt sem virðist geta stöðvað Barcelona í að verja Evrópumeistaratitil sinn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira