„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 20:17 Ekki til króna á Króknum. Vísir/HAG Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, þjálfari Tindastóls, segir það svo sannarlega svíða að liðið fari tómhent heim á Sauðárkrók eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. „Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
„Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira