Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 22:54 Vorkoma Akureyrar fór fram í dag, sumardaginn fyrsta. Daníel Starrason Egill Logi Jónasson er bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Þetta var kunngjört á Vorkomu Akureyrarbæjar var haldin í Menningarhúsinu Hofi í dag. Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu. Akureyri Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu.
Akureyri Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira