Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. apríl 2025 15:21 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, var til viðtals í Reykjavík síðdegis fyrr í vikunni þar sem hann var spurður að því af hverju bensín- og líuverð hefði ekki lækkað á Íslandi í samræmi við veika stöðu Bandaríkjadollars og lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu. Eiga neytendur inni lækkun á olíu- og bensínverði? „Já þetta er eins og við höfum áður farið yfir, skattar í ríkissjóð eru mjög hátt hlutfall í verði sem neytendur borga fyrir eldsneyti, það er yfir helmingur, en svo er það álagning olíufélaga og svo er það innkaupsverðið.“ Verðið lækkað á Norðurlöndunum Runólfur segir að verð hafi almennt verið að lækka til neytenda á Norðurlöndunum. Svipuð verðþróun hafi átt sér stað hjá Costco á Íslandi, en hin félögin hafi verið seinni til og latari á einhvern hátt. „En við erum að sjá að síðustu þrjátíu daga hefur meðalbensínverð lækkað um 0,9 prósent. Heimsmarkaðurinn hefur lækkað vel yfir 4 prósent að teknu tilliti til gengis Bandaríkjadals.“ Verðlækkunin hjá Costco á Íslandi síðustu þrjátíu daga hafi verið þrjú prósent. Það er meira í takt við heimsmarkaðsverðið? „Já þeir eru svona að fylgja kúrvunni sem við sjáum í nágrannalöndunum okkar.“ Runólfur segir að í gegnum tíðina hafi olíufélögin hér á landi yfirleitt ekki beðið lengi með að hækka verðið þegar hækkun verður á heimsmarkaði. „Já það er því miður þannig. Það hefur meira að segja verið sýnt fram á það með veigamikillirannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu, að verðið hefur tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður „Það er eins og einhver lýsti því í ákveðinni fræðibók, það er eins og raketta upp en niður eins og fjöður.“ Útskýringarnar á þessu snúist yfirleitt um birgðarstöðu. „Einhvernveginn virðast menn bæði vera með vond innkaup þegar verð hækkar en líka vond innkaup þegar verð lækkar.“ „Ég ætla ekki að segja það að innkaupastjórarnir hjá olíufélögunum séu ekki starfi sínu vaxnir. Ég held það sé bara skortur á samkeppni, þessi fákeppnismarkaður hann örvar fólk ekki til dáða því miður,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín og olía Skattar og tollar Bílar Reykjavík síðdegis Bylgjan Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, var til viðtals í Reykjavík síðdegis fyrr í vikunni þar sem hann var spurður að því af hverju bensín- og líuverð hefði ekki lækkað á Íslandi í samræmi við veika stöðu Bandaríkjadollars og lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu. Eiga neytendur inni lækkun á olíu- og bensínverði? „Já þetta er eins og við höfum áður farið yfir, skattar í ríkissjóð eru mjög hátt hlutfall í verði sem neytendur borga fyrir eldsneyti, það er yfir helmingur, en svo er það álagning olíufélaga og svo er það innkaupsverðið.“ Verðið lækkað á Norðurlöndunum Runólfur segir að verð hafi almennt verið að lækka til neytenda á Norðurlöndunum. Svipuð verðþróun hafi átt sér stað hjá Costco á Íslandi, en hin félögin hafi verið seinni til og latari á einhvern hátt. „En við erum að sjá að síðustu þrjátíu daga hefur meðalbensínverð lækkað um 0,9 prósent. Heimsmarkaðurinn hefur lækkað vel yfir 4 prósent að teknu tilliti til gengis Bandaríkjadals.“ Verðlækkunin hjá Costco á Íslandi síðustu þrjátíu daga hafi verið þrjú prósent. Það er meira í takt við heimsmarkaðsverðið? „Já þeir eru svona að fylgja kúrvunni sem við sjáum í nágrannalöndunum okkar.“ Runólfur segir að í gegnum tíðina hafi olíufélögin hér á landi yfirleitt ekki beðið lengi með að hækka verðið þegar hækkun verður á heimsmarkaði. „Já það er því miður þannig. Það hefur meira að segja verið sýnt fram á það með veigamikillirannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu, að verðið hefur tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður „Það er eins og einhver lýsti því í ákveðinni fræðibók, það er eins og raketta upp en niður eins og fjöður.“ Útskýringarnar á þessu snúist yfirleitt um birgðarstöðu. „Einhvernveginn virðast menn bæði vera með vond innkaup þegar verð hækkar en líka vond innkaup þegar verð lækkar.“ „Ég ætla ekki að segja það að innkaupastjórarnir hjá olíufélögunum séu ekki starfi sínu vaxnir. Ég held það sé bara skortur á samkeppni, þessi fákeppnismarkaður hann örvar fólk ekki til dáða því miður,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Bensín og olía Skattar og tollar Bílar Reykjavík síðdegis Bylgjan Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira