Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2025 07:00 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur svipt hulunni af dollunni dularfullu. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira