Gengst við kókaínfíkn sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 11:29 Måns Zelmerlöw á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár. V'isir/Andri Eurovision-sigurvegarinn Måns viðurkennir að hafa glímt við kókaínfíkn eftir að hafa áður neitað því. Fyrrverandi eiginkona Måns sakaði hann um vímuefnaneyslu, framhjáhöld og ofbeldi. Måns neitar því að hafa beitt fjölskyldu sína ofbeldi og segist ekki hafa neytt vímuefna fyrir framan börn sín. Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Popparinn sem sigraði Eurovision árið 2015 með laginu „Heroes“ lenti í öðru sæti á eftir grínhljómsveitinni KAJ í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. Skömmu síðar kom í ljós að Måns hefði skilið við eiginkonu sína Ciöru skömmu fyrir tónleikana. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga tvö börn saman. Fyrrverandi eiginkona Måns, leikkonan Ciara Janson, opnaði sig í mars um skilnað þeirra hjóna og sagðist ekki geta þagað lengur yfir skilnaðinum og ástæðum hans. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifaði hún í tilkynningu sem hún birti á Instagram. Måns neitaði þá öllum ásökunum Ciöru en á mánudag viðurkenndi hann í viðtali við sænska dagblaðið Göteborgs-Posten að hafa notað kókaín. „Ég hef verið á móti fíkniefnum alla mína ævi, en fyrir tveimur árum birtist efnið í tónleikaferðalagarútunni. Allir hinir voru að nota það. Þetta er alvanalegt í mínum bransa þannig það var erfitt að prófa þetta ekki, sagði Måns við blaðið. Þá sagði hann að hann hefði leitað sér aðstoðar og hefði unnið bug á fíkn sinni. Hann sagðist stoltur af því að hafa unnið bug á fíkninni og myndi aldrei snerta kókaín aftur. Hann áréttaði að hann hefði aldrei notað vímuefni fyrir framan börn sín og neyslan hefði einungis tengst djamminu. Måns spilaði í Laugardalshöll á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 og tók þar tvö lög sem má heyra hér að neðan: Svíþjóð Eurovision Fíkn Tengdar fréttir Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41 Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Stjarna í nærmynd: Måns Zelmerlöw Hver er maðurinn á bakvið leðurbuxurnar? 27. maí 2015 09:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Popparinn sem sigraði Eurovision árið 2015 með laginu „Heroes“ lenti í öðru sæti á eftir grínhljómsveitinni KAJ í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. Skömmu síðar kom í ljós að Måns hefði skilið við eiginkonu sína Ciöru skömmu fyrir tónleikana. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga tvö börn saman. Fyrrverandi eiginkona Måns, leikkonan Ciara Janson, opnaði sig í mars um skilnað þeirra hjóna og sagðist ekki geta þagað lengur yfir skilnaðinum og ástæðum hans. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifaði hún í tilkynningu sem hún birti á Instagram. Måns neitaði þá öllum ásökunum Ciöru en á mánudag viðurkenndi hann í viðtali við sænska dagblaðið Göteborgs-Posten að hafa notað kókaín. „Ég hef verið á móti fíkniefnum alla mína ævi, en fyrir tveimur árum birtist efnið í tónleikaferðalagarútunni. Allir hinir voru að nota það. Þetta er alvanalegt í mínum bransa þannig það var erfitt að prófa þetta ekki, sagði Måns við blaðið. Þá sagði hann að hann hefði leitað sér aðstoðar og hefði unnið bug á fíkn sinni. Hann sagðist stoltur af því að hafa unnið bug á fíkninni og myndi aldrei snerta kókaín aftur. Hann áréttaði að hann hefði aldrei notað vímuefni fyrir framan börn sín og neyslan hefði einungis tengst djamminu. Måns spilaði í Laugardalshöll á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 og tók þar tvö lög sem má heyra hér að neðan:
Svíþjóð Eurovision Fíkn Tengdar fréttir Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41 Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Stjarna í nærmynd: Måns Zelmerlöw Hver er maðurinn á bakvið leðurbuxurnar? 27. maí 2015 09:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19