Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Valur Páll Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 15:15 Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur farið mikinn að undanförnu og var verðlaunaður með sæti á Arnold Palmer-mótinu. Getty/David Cannon Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur gert það gott í golfinu vestanhafs síðustu misseri og fær nú ærið verkefni. Hann verður meðal þátttakenda á Arnold Palmer-mótinu, sterkasta áhugamannamóti heims, í byrjun júní. Greint er frá á heimasíðu Golfsambands Íslands. Um er að ræða keppnismót milli tveggja liða, eins frá Bandaríkjunum og annað frá öðrum ríkjum. Það er svipað snið og er á Ryder-bikarnum og Solheim-bikarnum. Allir kylfingar á mótinu koma úr bandaríska háskólagolfinu en Gunnlaugur hefur stundað nám við LSU-háskólann í Louisiana síðasta árið. Hann hefur vakið mikla athygli á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu, til að mynda þegar hann fagnaði sigri á Blessings Collegiate-mótinu. Þrátt fyrir að vera aðeins á fyrsta ári þar vestanhafs er hinn tvítugi Gunnlaugur í 41. sæti á heimslista áhugamanna og 21. sæti yfir bestu háskólakylfinga Bandaríkjanna. Að taka þátt á Arnold Palmer-mótinu er ekki síst viðurkenning í sjálfu sér enda Gunnlaugur einn aðeins tólf kylfinga sem manna alþjóðalega liðið sem mætir því bandaríska á mótinu. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina. Gunnlaugur kemst í hóp með þeim og er fyrsti Íslendingur sem fær þangað boð. Arnold Palmer-mótið fer fram 5.-7. júní og fer fram á Congaree-vellinum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Golf Tengdar fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera það gott og er nú kominn upp í 38. sæti heimslista áhugamanna sem er langbesta staða sem Íslendingur hefur náð á þeim lista. 26. mars 2025 16:45 Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Greint er frá á heimasíðu Golfsambands Íslands. Um er að ræða keppnismót milli tveggja liða, eins frá Bandaríkjunum og annað frá öðrum ríkjum. Það er svipað snið og er á Ryder-bikarnum og Solheim-bikarnum. Allir kylfingar á mótinu koma úr bandaríska háskólagolfinu en Gunnlaugur hefur stundað nám við LSU-háskólann í Louisiana síðasta árið. Hann hefur vakið mikla athygli á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu, til að mynda þegar hann fagnaði sigri á Blessings Collegiate-mótinu. Þrátt fyrir að vera aðeins á fyrsta ári þar vestanhafs er hinn tvítugi Gunnlaugur í 41. sæti á heimslista áhugamanna og 21. sæti yfir bestu háskólakylfinga Bandaríkjanna. Að taka þátt á Arnold Palmer-mótinu er ekki síst viðurkenning í sjálfu sér enda Gunnlaugur einn aðeins tólf kylfinga sem manna alþjóðalega liðið sem mætir því bandaríska á mótinu. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina. Gunnlaugur kemst í hóp með þeim og er fyrsti Íslendingur sem fær þangað boð. Arnold Palmer-mótið fer fram 5.-7. júní og fer fram á Congaree-vellinum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Golf Tengdar fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera það gott og er nú kominn upp í 38. sæti heimslista áhugamanna sem er langbesta staða sem Íslendingur hefur náð á þeim lista. 26. mars 2025 16:45 Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera það gott og er nú kominn upp í 38. sæti heimslista áhugamanna sem er langbesta staða sem Íslendingur hefur náð á þeim lista. 26. mars 2025 16:45
Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33