Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2025 08:34 Kári Stefánsson stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem muni saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafi bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Ekki hefur náðst í Kára Stefánsson, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann nú staddur í Kaliforníu. Tilkynningin var send frá almannatenglaskrifstofu, ekki fyrirtækinu sjálfu, og er ekkert haft eftir Kára sjálfum í tilkynningunni. Fyrir nánari upplýsingar er vísað á upplýsingafulltrúa Amgen. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir. Unnur og Patrick taka við stjórnartaumum Í tilkynningunni segir að Unnur hafi starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna. „Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Finnur til ábyrgðar Haft er eftir Unni að frá hún hafi komið til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafi það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir Unnur. Patrick Sulem. Sannfærður um mikilvægi erfðarannsókna Þá er haft eftir Patrick Sulemað þegar hann horfi til framtíðar sé hann sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. „Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga.“ Hann segist hlakka til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum. Full þakklætis Í tilkynningunni er haft eftir Jay Bradner, framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, að Kári Stefánsson hafi gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Vísindi Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem muni saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafi bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Ekki hefur náðst í Kára Stefánsson, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann nú staddur í Kaliforníu. Tilkynningin var send frá almannatenglaskrifstofu, ekki fyrirtækinu sjálfu, og er ekkert haft eftir Kára sjálfum í tilkynningunni. Fyrir nánari upplýsingar er vísað á upplýsingafulltrúa Amgen. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir. Unnur og Patrick taka við stjórnartaumum Í tilkynningunni segir að Unnur hafi starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna. „Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Finnur til ábyrgðar Haft er eftir Unni að frá hún hafi komið til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafi það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir Unnur. Patrick Sulem. Sannfærður um mikilvægi erfðarannsókna Þá er haft eftir Patrick Sulemað þegar hann horfi til framtíðar sé hann sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. „Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga.“ Hann segist hlakka til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum. Full þakklætis Í tilkynningunni er haft eftir Jay Bradner, framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, að Kári Stefánsson hafi gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Vísindi Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels