Enski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Mac Allister fagnar marki sínu fyrir Liverpool í sigrinum á Tottenham en þar tryggði Liverpool sér Englandsmeistaratitilinn.
Alexis Mac Allister fagnar marki sínu fyrir Liverpool í sigrinum á Tottenham en þar tryggði Liverpool sér Englandsmeistaratitilinn. Getty/Liverpool FC

Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister hefur átt frábært tímabil á miðju Liverpool og skoraði meðal annars glæsimark í sigrinum á Tottenham sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn.

Mac Allister hefur líka mikla trú á næstu framtíð liðsins ef marka má nýtt viðtal.

„Ég bjóst ekki við að við myndum vinna ensku deildina eins auðveldlega og við gerðum af því að í ferlinu þá erum við bara rétt að byrja,“ sagði Mac Allister við ESPN.

„Margir sáu stóra breytingu á okkar liði. Bæði stjórinn og allt liðið vita að við getum bætt okkur enn frekar og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju stórkostlegu,“ sagði Mac Allister.

Liverpool endaði í þriðja sæti í fyrra en á þessu tímabili hefur liðið unnið 25 leiki og aðeins tapað þremur í ensk úrvalsdeildinni.

Mac Allister er sjálfur með fimm deildarmörk á öðru tímabili sínu með Liverpool. Liverpool keypti hann á sínum tíma frá Brighton.

Vonbrigði tímabilsins var endirinn í Meistaradeildinni þar sem að liðið datt út á móti Paris Saint Germain í vítakeppni í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við vorum óheppnir í drættinum og mættum frábæru liði. Við hefðum auðvitað elskað það að komast lengra og bæði lið hefðu getað komist alla leið í undanúrslitin. Þeir voru betri í vítakeppninni en við munum berjast fyrir okkar á næsta tímabili,“ sagði Mac Allister.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×