Enski boltinn

Aftur tapar Forest stigum í bar­áttunni um Meistaradeildarsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morgan Gibbs-White og félagar í Nottingham Forest eru að gefa eftir í baráttunni.
Morgan Gibbs-White og félagar í Nottingham Forest eru að gefa eftir í baráttunni. Getty/Mike Egerton

Crystal Palace og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 35. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Forest liðið var í frábærum málum fyrir aðeins nokkrum vikum en hefur aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Liðið er að missa af Meistaradeildinni.

Þessi úrslit þýða að Forest er í sjötta sæti, tveimur stigum á eftir Chelsea sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Eberechi Eze kom Crystal Palace í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 60. mínútu en fimm mínútum siðar jafnaði Murillo eftir stoðsendingu frá Neco Williams.

Crystal Palace er í tólfta sæti með 46 stig, fimm stigum frá ellefta sætinu og fimm stigum ofar en þrettánda sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×