Lífið

Logi og Hall­veig keyptu hús í 101

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
CC7DDD3010A9DBDBC3B7CD1CB90CDCBF33806A751314DAFE432A5924DE26BD86_713x0

Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og sambýliskona hans Hallveig Hafstað Haraldsdóttir ráðgjafi hafa fest kaup á parhúsi við Hringbraut í Reykjavík. Parið greiddi 119,9 milljónir fyrir.

Um er að ræða 146,5 fermetra hús á þremur hæðum sem upphaflega var byggt árið 1934. Húsið er bárujárnsklætt timburhús á steyptum kjallara og hefur verið endurnýjað með mikilli natni á undanförnum árum.

Gengið er inn á miðhæð hússins þar sem eldhús og stofa renna saman í eitt. Í eldhúsinu er snyrtileg hvít innrétting með svörtum granítsteini á borðum. Þaðan er útgengt um tvöfalda glerhurð á nýlegar svalir sem leiða niður í garð.

Sjarmerandi viðarstigi leiðir upp á efri hæð hússins, sem skiptist í tvö rúmgóð svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi með baðkari og sturtu. Á gólfum eru upprunalegar viðarfjalir. Í kjallara er hlýlegt fjölskyldurými, geymsla, snyrting, þvottahús og tvö svefnherbergi.

Garðurinn er sérlega glæsilegur eftir endurgerð lóðarinnar árið 2021, sem var unnin af landslagsarkitektinum Svövu Þorleifsdóttur. Þar er vandað útisvæði með sólpöllum, hellulögðum stígum, skjólveggjum og garðskála með kamínu. Háir timburveggir veita gott skjól fyrir vindi og umferðarnið.


Tengdar fréttir

Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið

Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og konan hans Hallveig Hafstað ráðgjafi hafa sett íbúð sína á Meistaravöllum á sölu. Er um að ræða rúmlega 130 fermetra eign í hjarta Vesturbæjar og ásett verð er tæpar 94 milljónir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.