Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 10:25 Mason Mount skoraði tvívegis fyrir Manchester United gegn Athletic Bilbao í gær. getty/Visionhaus Manchester United og Tottenham mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á San Mamés í Bilbao 21. maí. Ensku liðin tryggðu sér sæti í úrslitum í gær. United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55
„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45
Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52
Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50