Fótbolti

Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir, Natasha Moraa Anasi og Guðrún Arnardóttir í nýja búningnum.
Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir, Natasha Moraa Anasi og Guðrún Arnardóttir í nýja búningnum. KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýja keppnistreyju fyrir íslenska kvennalandsliðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar.

Íslensku stelpurnar okkar tryggðu sig inn á Evrópumótið með glæsibrag en þær eru nú með á fimmta EM í röð.

Um er að ræða sérstakan varabúning, en aðalbúningur liðsins verður ennþá sá sami. PUMA framleiðir sérstakar treyjur sem liðið mun spila í, í stað hefðbundinna varabúninga á EM í sumar.

Treyjan er sérhönnuð fyrir íslenska landsliðið, hönnuðir PUMA sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna og flæði jökuláa landsins. Það er vonandi að sú orka skili okkur langt á mótinu.

Treyjurnar eru að nær öllu leyti úr endurunnu hráefni. Hún verður aðeins notuð í lokakeppni EM 2025

Forsala á treyjunni hefst á miðnætti 9. júní á fyririsland.is. Treyjan verður í mjög takmörkuðu upplagi.

Íslenska liðið er í riðli með Noregi, Sviss og Finnlandi á Evrópumótinu. Fyrsti leikurinn er á móti Finnlandi 2. júlí en svo verður spilað við Sviss 6. júlí og við Noreg 10. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×