Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 20:10 Mikel Arteta huggar Jurrien Timber eftir tap Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Richard Heathcote Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið undir mikill pressu frá sérfræðingum og stuðningsmönnum að finna framherja fyrir liðið og hann sjálfur segist vera að leita. Vandamálið er að það sé mjög erfitt að finna öflugan framherja í dag. Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira