Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. maí 2025 12:02 Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun