Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar 12. maí 2025 11:01 Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun