Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2025 07:38 Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað yfir Austur-Úkraínu árið 2014. Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum skutu flugvélina niður með flugskeyti sem rússnesk stjórnvöld sáum þeim fyrir. AP Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. Farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti yfir austanverðri Úkraínu þar sem átök uppreisnarmanna hliðhollir Rússlandi og úkraínska hersins geisuðu fyrir ellefu árum. Allir 298 farþegar og áhöfn vélarinnar fórust. Af þeim voru 196 Hollendingar og 38 Ástralir. Ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar komst að þeirri niðurst0ðu í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt aþjóðlegum lögum um flugumferð þegar malasíska flugvélin var skotin niður. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin tekur afstöðu í deilu aðildarríkja, að því er segir í frétt The Guardian. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hvöttu stofnunina til þess að komast fljótt að niðurstöðu um bótaskyldu Rússa. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, fagnaði úrskurðinum og hvatti Rússa til þess að axla loks ábyrgð á voðaverkinu og að bæta fyrir það eins og þeim sé skylt samkvæmt alþjóðalögum. „Þessi niðurstaða sendir líka skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að ríki geti ekki brotið alþjóðalög án afleiðinga,“ sagði Caspar Veldkamp, hollenski utanríkisráðherrann. Neita allri ábyrgð Rússnesk stjórnvöld hafa frá upphafi neitað ábyrgð á því að hafa skotið vélina niður þrátt fyrir að niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggi fyrir um það. Þau sögðu sig einnig einhliða frá viðræðum við Holland og Ástralíu árið 2020. Ríkin tvö höfðuðu málið á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í kjölfarið. Þrír menn voru fundnir ábyrgir fyrir því að hafa skotið flugvélina niður í réttarhöldum sem hollensk stjórnvöld héldu árið 2022. Þeir voru dæmdir að sér fjarstöddum. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mál af þessu tagi átt að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Fréttir af flugi Sameinuðu þjóðirnar Rússland Holland Ástralía Malasía MH17 Tengdar fréttir Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15 Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti yfir austanverðri Úkraínu þar sem átök uppreisnarmanna hliðhollir Rússlandi og úkraínska hersins geisuðu fyrir ellefu árum. Allir 298 farþegar og áhöfn vélarinnar fórust. Af þeim voru 196 Hollendingar og 38 Ástralir. Ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar komst að þeirri niðurst0ðu í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt aþjóðlegum lögum um flugumferð þegar malasíska flugvélin var skotin niður. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin tekur afstöðu í deilu aðildarríkja, að því er segir í frétt The Guardian. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hvöttu stofnunina til þess að komast fljótt að niðurstöðu um bótaskyldu Rússa. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, fagnaði úrskurðinum og hvatti Rússa til þess að axla loks ábyrgð á voðaverkinu og að bæta fyrir það eins og þeim sé skylt samkvæmt alþjóðalögum. „Þessi niðurstaða sendir líka skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að ríki geti ekki brotið alþjóðalög án afleiðinga,“ sagði Caspar Veldkamp, hollenski utanríkisráðherrann. Neita allri ábyrgð Rússnesk stjórnvöld hafa frá upphafi neitað ábyrgð á því að hafa skotið vélina niður þrátt fyrir að niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggi fyrir um það. Þau sögðu sig einnig einhliða frá viðræðum við Holland og Ástralíu árið 2020. Ríkin tvö höfðuðu málið á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í kjölfarið. Þrír menn voru fundnir ábyrgir fyrir því að hafa skotið flugvélina niður í réttarhöldum sem hollensk stjórnvöld héldu árið 2022. Þeir voru dæmdir að sér fjarstöddum. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mál af þessu tagi átt að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir.
Fréttir af flugi Sameinuðu þjóðirnar Rússland Holland Ástralía Malasía MH17 Tengdar fréttir Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15 Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47
Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15
Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01