Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lovísa Arnardóttir skrifar 17. maí 2025 07:03 Ian bað Drafnar á uppáhaldseyjunni hennar í Karíbahafinu árið 2023. Það var auðvelt já að hennar sögn. Aðsend Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið. „Planið er að vera á Tahítí næstu jól og í Ástralíu um áramótin 2026,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Hún og Ian unnusti hennar eru núna stödd í Panama þar sem þau undirbúa ferðina í gegnum Panamaskurðinn og eftir það yfir Kyrrahafið í áttina að Tahítí. Dröfn hafði enga siglingarreynslu áður en hún kynntist Iani en hann ólst upp við það að sigla fjölskyldubátnum á sjálfri Thames í London. Síðar, sem ungur maður, keypti hann sér lítinn mótorbát. Bæði eru þau með réttindi til að sigla snekkjum sem þau fengu eftir tveggja vikna námskeið í Gíbraltar en Ian auk þess með réttindi til að sigla stærri snekkjum. Dröfn segir betri réttindi veita meira öryggi og betri tryggingar. Dröfn og Ian að sigla við suðurströnd Englands árið 2023. Aðsend Dröfn og Ian keyptu sér sinn fyrsta bát saman árið 2019 í þeim tilgangi að kanna hvort þeim myndi líka vel við á bátnum og hvort þau gætu séð fyrir sér að fara í langtímaferðalag. „Við nutum þess að sigla meðfram ensku ströndinni en svo kom Covid og það bara kom eitthvað móment þar sem Ian bara sagði: „Fokk it, ég er kominn með nóg. Seljum allt og förum sigla. Lífið er of stutt.“. Siglingaleiðin enn sem komið er og framhaldið.Vísir/Sara Árið 2021 keyptu þau sér seglbát og vörðu sumrinu 2022 í að sigla meðfram ströndum Bretlands. Þegar heimsfaraldri Covid lauk ákváðu þau að selja allt sem þau áttu og hafa frá því í maí 2023 siglt um heiminn. „Við áttum stórt einbýlishús í Bretlandi sem við höfðum gert upp og stækkað. Húsið var á stórri eign. Við seldum húsið og eignina með, við seldum bílana og allt innbú, sófann, ketilinn og hnífapörin. Það var allt selt. Við fjárfestum peningunum og lifum á því.“ Sjóhreinsibúnaðurinn sem tryggir að þau hafa stanslaust aðgengi að drykkjarvatni. Aðsend Báturinn sem ber nafnið Sturdeee var þriggja ára þegar þau keyptu hann. „Fyrsti báturinn okkar var með nafnið Sturdee og ég er með gælunafnið Dee. Það að þannig átti vel við og var ein af ástæðum við keyptum fyrsta bátinn. Síðan keyptum við þennan og nefndum hana Sturdeee. Extra hull extra E. Og það er fyndið þegar þú þarft að stafa nafnið yfir talstöðinna,“ segir Dröfn. Ár í að breyta bátnum Áður en hægt var að sigla honum á opnu hafi þurfti þó að gera ýmsar breytingar á bátnum. Þau bættu því við sólarsellum, batteríi og vatnshreinsibúnaði þannig þau geti verið sjálfbær á meðan þau sigla og þurfi ekki að stöðva alltaf í höfn fyrir rafmagn og vatn. „Sólarsellurnar framleiða rafmagn sem er geymt í batteríunum en við erum líka með olíu fyrir vélina. Þegar okkur vantar vatn búum við það til úr sjónum,“ segir Dröfn. Vatnshreinsibúnaðurinn sér um að sía saltið úr sjónum svo hægt sé að drekka það. „Það er ekki eins gott og íslenska vatnið en það dugar.“ Ian og Dröfn á Terre-de-Haut í Gvadelúpueyjum.Aðsend Dröfn flutti til London árið 2011 og starfaði sem flugfreyja hjá einu stærsta flugfélagi Bretlands, Easy Jet, í tólf ár og kynntist Iani þar árið 2013 en hann starfaði hjá sama flugfélagi sem flugmaður. Þau nutu bæði nokkurrar velgengni hjá flugfélaginu en síðasta árið starfaði Dröfn sem yfirflugfreyja. Ian hefur verið flugstjóri í fjórtán ár en er með tuttugu ára reynslu sem flugmaður. Seldu allt sem þau áttu „Við ákváðum þegar við keyptum bátinn að við myndum hætta að vinna. Þannig að þegar báturinn var tilbúinn sögðum við upp í vinnunni. 31. maí 2023 var síðasti dagurinn okkar í vinnu,“ segir Dröfn en þau sigldu af stað frá Brighton 4. júní. Þaðan sigldu þau eftir suðurströnd Bretlands og yfir til Evrópu yfir Biscayaflóa fram hjá Frakklandi og norðurhluta Spánar. Þaðan fóru þau yfir til Kanaríeyja. Þar voru á sama tíma háhyrningar sem fjallað var um í fjölmiðlum sem réðust að bátum og sökktu nokkrum þeirra. „Við sáum þá leika sér í þeirri átt sem við vorum að sigla, nærri portúgölsku ströndinni. Við náðum að sigla fram hjá þeim og til Kanaríeyja. Þar gerðum við bátinn til fyrir siglinguna yfir Atlantshafið.“ Efsta myndin er tekin af bátunum sem sigldu með þeim í ARC siglingunni og þær neðri af Sturdeee, bátnum þeira, og fánum bátanna. Dröfn var eini Íslendingurinn í siglingunni. Aðsend Það gerðu þau í hópsiglingu sem kallast Atlantic Rally for Cruisers, eða ARC, þar sem siglt er í hópsiglingu frá Kanaríeyjum til Grenada í Karíbahafinu. „Við vildum ekki sigla ein yfir Atlantshafið upp á öryggi og ef eitthvað kæmi upp á. Við skráðum okkur í ARC. Alls sigldu saman 95 bátar. Við hittumst í Las Palmas og vorum í mánuð að gera bátinn tilbúinn til að fara í gegnum öryggisráðstafanir.“ 95 bátar sigldu saman yfir Atlantshafið ARC er skipulagt af samtökunum World Cruising. Allir sem taka þátt í siglingunni þurfa að uppfylla öryggisráðstafanir sem settar eru af samtökunum auk þess sem þau þurfa að uppfylla ýmis skilyrði er varða siglingarréttindi. „Það kemur einstaklingur frá samtökunum og fer yfir bátinn til að skoða hvort eitthvað þurfi að bæta eða gera við. Eftir það er byrjað að safna í mat og gera allt til. Við vörðum líka miklum tíma í að elda mat því þegar það er vont í sjóinn er ekki hægt að elda almennilega. Þá er fínt að henda í pottinn og hita upp. Við eyddum því mánuði í að gera það,“ segir Dröfn. Þai lögðu svo af stað í ARC yfir Atlantshafið þann 3. nóvember 2023. Frá Kanarí tók við fimm daga sigling til Grænhöfðaeyja í Afríku og þaðan sextán daga sigling til Grenada „Þá vorum við komin til Karíbahafsins og gátum leikið okkur þar. Ian bað mín í desember 2023 á Tobago Cays á Sankti Vinsent og Grenadínur. Það er uppáhaldseyjan mín,“ segir Dröfn sem segir frá bónorðinu á nýjustu færslunni á blogginu sem hún heldur úti um ferðalagið. „Ég er sirka einu og hálfi ári á eftir á blogginu. Það er alltaf svo mikið að gera og það tekur allt lengri tíma á bátnum. Það sem tekur þig 40 mínútur heima í húsi tekur tvo til fjóra tíma á bátnum. Eftir það er maður bara búinn á því.“ Hér eru Dröfn og Ian með Michelle, Peter og Lana sem sigldu með þeim yfir Atlantshafið. Myndin er tekin þegar þau komu til Grenada þann 4. desember 2023. Aðsend Dröfn segir mikilvægt fyrir sig og fjölskyldur þeirra Ians að halda skrá um það sem á daga þeirra drífur. Því heldur hún úti blogginu auk þess að deila myndum og myndböndum á samfélagsmiðla. Strangt matarskipulag um borð Hún segir misjafnt eftir því hvar þau eru hvað þau séu að borða. Nú í Panama fari þau einfaldlega út í búð þar sem hægt sé að kaupa flest sem hugurinn girnist. Það hafi verið annað á Bahamaeyjum. „Úrvalið þar er frekar takmarkað af til dæmis grænmeti og ávöxtum. Það er gúrka, paprika, laukur, kál og appelsína og epli. Kannski öðru hverju koma perur en þá eru þær orðnar svo rotnar að mann langar ekki í þær.“ Auk þess sé verðlagið mjög hátt á Bahamaeyjum. Ein paprika kosti um átta dollara sem samsvarar um þúsund íslenskum krónum og sex egg um þrettán dollara sem samsvarar um 1.720 íslenskum krónum „En nú erum við komin til Panama og ég get fengið fetaost og almennilegt kjöt,“ segir Dröfn sem einmitt núna vinnur að því að elda fyrir langferðina yfir Kyrrahafið. „Ég er með átta uppskriftir sem ég ætla að tvöfalda og setja í frysti. Það er kjúklingur í karrí, spaghettí Bolognese, Chili con carne og fleiri réttir. Það tekur sirka tvo daga að elda þetta og gera þetta til.“ Það er engin smá vinna sem fer í matarundirbúning. Fyrst þarf að versla, svo elda og svo vakúmpakka öllu svo það taki minna pláss. Aðsend Eftir það er öllu komið fyrir í lofttæmdum umbúðum, vakúmpakkað, því það er takmarkað pláss á bátnum. Um tveimur dögum fyrir brottför fara þau í verslun og kaupa ferskt grænmeti og ávexti sem á að duga þeim í um tvær vikur. „Eftir það eru það grænmeti og ávaxtakokteill í dós. Ian er ekki hrifinn en það minnir mig á jólin hjá ömmu í gamla daga.“ Það þarf að koma öllu vel fyrir á bátnum. Aðsend Dröfn segir tryggingarnar fyrir svona siglingar virka þannig að ekkert tjón fæst bætt ef báturinn verður fyrir skemmdum á stað þar sem gengur yfir fellibyljaárstíð. Þau ákváðu því að leggja bátnum í fjóra mánuði síðasta sumar í Grenada og flugu til Bretlands og Íslands á meðan. „Við náðum þá að hitta fjölskyldu og vini og komum aftur út í október í fyrra og héldum áfram að sigla í Karíbahafinu. Við sigldum eftir það til Bahamaeyja og erum núna komin til Panama. Næst er stefnan tekin á Bora Bora í Frönsku-Pólynesíu.“ Bíða þess að fá að sigla í gegnum Panamaskurðinn Ferðin þangað hefst í gegnum Panamaskurðinn og þau bíða þess nú að fá leyfi til að sigla þar í gegn. „Á meðan bíðum við hér í Panama í 30 stiga hita, engum vindi og 90 prósent raka. Þegar við erum komin í gegnum Panamaskurðinn tekur svo við bið eftir veðurglugga til að sigla yfir Kyrrahafið.“ Planið þeirra er þá að vera komin þangað í haust en siglingin tekur á milli tuttugu og fjörutíu daga. Planið er svo að vera á Tahítí eða Fiji næstu jól og eftir það verður stefnan tekin á Ástralíu og markmiðið að vera þar um jól og áramót 2026. „Vinafólk okkar var að klára þessa siglingu og fór þetta á 26 dögum. Það fer eftir vindi og hafinu. Hvort það sé skemmtilegt og leiðinlegt.“ Hvað þýðir það að hafið sé leiðinlegt? „Það þýðir stórar öldur og að við séum að sigla á móti öldunum í stað þess að sigla með þeim. Eða að öldurnar komi á hliðina. Það sé þungt í sjóinn.“ Betra að vera ekki alltaf ein Dröfn segist oft verða hrædd. „Það koma alveg tímar þar sem ég velti því fyrir mér af hverju ég sé að þessu. En svo þegar þetta er búið kemur yfirleitt kyrrð yfir og góður vindur og þá man ég að það er akkúrat ástæðan fyrir því að ég er að þessu,“ segir hún og brosir breitt. Hér fagna Ian og Dröfn því að vera lent á Grenada. Allur ARC hópurinn hittist til að fagna. Aðsend Bátalífið segir hún geta verið krefjandi og sérstaklega að vera bara tvö. Þess vegna reyni þau að fá liðsauka þegar þau fara í langar siglingar Þegar þau sigldu yfir Atlantshafið hafi þau til að mynda verið fimm á bátnum og í næstu löngu siglingu, yfir Kyrrahafið, verði þau fjögur. „Þegar við fórum ARC voru feðgin með okkur og stelpa sem við kynntumst í Bretlandi sem kennir fólki að sigla. Hún ætlar að koma með okkur yfir Kyrrahafið líka og önnur stelpa frá Þýskalandi.“ Dröfn segir þau, sem betur fer, ekki hafa lent í alvarlegum vandræðum eða hættu. „En það er alltaf eitthvað að brotna og eitthvað sem þarf að laga. Einhver leki. Einhver skrúfa sem hefur ekki verið lokað nógu vel fyrir og það kemur vatn inn. Það eru smáatriði. En þegar maður kaupir sér bát er alltaf eitthvað sem þarf að laga. Þetta er hörkuvinna en alltaf þess virði þegar maður kemur á áfangastað.“ Þau hafa þó lent í stormi, þrumum og eldingum en alltaf náð að bjarga sér. „Ef þú lendir í eldingu er allt rafmagnið dautt í bátnum. Við höfum þannig verið rosalega heppin. En við eigum vini sem hafa lent í slæmum atvikum. Eins og að mastrið brotni og detti af. Við pössum rosalega vel upp á að allt sé ókei. Við förum upp á mastrið á tveggja mánaða fresti og bæði fyrir og eftir langar siglingar. Við erum búin að vera rosalega heppin,“ segir hún og bankar þrisvar í borðið. Frelsið það besta við bátalífið En hvað er það besta við þetta líf? „Það besta við þessa ferð hefur verið frelsið til að lifa lífinu á okkar eigin forsendum. Að sofa út þegar maður vill sofa út og leika sér þegar maður vill leika sér. Það er skemmtilegast að vera á þeim stað sem maður hefur planað að sigla á og situr á akkerinu og byrjar á því að synda. Það eru kannski fjórir metrar að botni og manni líður bara eins og maður sé í sundlaug,“ segir hún og heldur áfram: „Eftir mörg ár með fasta rútínu og skipulagðan vinnutíma hefur það verið ótrúlegt að vakna við nýtt útsýni, vera í beinum tengslum við náttúruna og sigla um heiminn með vindinum. Það er ekki alltaf auðvelt, en hver áskorun minnir mig á hvað við erum fær þegar við treystum sjálfum okkur og tökum áhættu. Einfaldleikinn, fegurðin og óvissan, allt þetta gerir þetta líf svo einstakt.“ Matarveisla á Sturdeee. Aðsend Engar reglur hafa verið settar á ferðalaginu um það hversu lengi þau stoppa á hverjum stað. Það fer aðeins eftir veðri vindum og hvort þau eigi von á gestum eða eigi stefnumót við vini eða ættingja á ákveðnum áfangastað. Stundum séu þau í marga daga en ef þau vilja sjá margt stoppi þau styttra. Til dæmis hafi þau bara tekið einn eða tvo daga á hverjum stað á Bahamaeyjum því þau langaði að sjá svo margt. „Það er bara undir okkur komið því við þurfum ekkert að vera komin heim eftir tvær vikur til að vinna. Ef allt gengur upp er það Bora Bora og Tahítí næstu áramót og Ástralía áramótin 2026. Vonandi verðum við á akkeri fyrir framan brúnna í Sidney. Það er draumurinn.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á blogginu og á Instagram-reikningi Drafnar hér. Siglingaíþróttir Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira
„Planið er að vera á Tahítí næstu jól og í Ástralíu um áramótin 2026,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Hún og Ian unnusti hennar eru núna stödd í Panama þar sem þau undirbúa ferðina í gegnum Panamaskurðinn og eftir það yfir Kyrrahafið í áttina að Tahítí. Dröfn hafði enga siglingarreynslu áður en hún kynntist Iani en hann ólst upp við það að sigla fjölskyldubátnum á sjálfri Thames í London. Síðar, sem ungur maður, keypti hann sér lítinn mótorbát. Bæði eru þau með réttindi til að sigla snekkjum sem þau fengu eftir tveggja vikna námskeið í Gíbraltar en Ian auk þess með réttindi til að sigla stærri snekkjum. Dröfn segir betri réttindi veita meira öryggi og betri tryggingar. Dröfn og Ian að sigla við suðurströnd Englands árið 2023. Aðsend Dröfn og Ian keyptu sér sinn fyrsta bát saman árið 2019 í þeim tilgangi að kanna hvort þeim myndi líka vel við á bátnum og hvort þau gætu séð fyrir sér að fara í langtímaferðalag. „Við nutum þess að sigla meðfram ensku ströndinni en svo kom Covid og það bara kom eitthvað móment þar sem Ian bara sagði: „Fokk it, ég er kominn með nóg. Seljum allt og förum sigla. Lífið er of stutt.“. Siglingaleiðin enn sem komið er og framhaldið.Vísir/Sara Árið 2021 keyptu þau sér seglbát og vörðu sumrinu 2022 í að sigla meðfram ströndum Bretlands. Þegar heimsfaraldri Covid lauk ákváðu þau að selja allt sem þau áttu og hafa frá því í maí 2023 siglt um heiminn. „Við áttum stórt einbýlishús í Bretlandi sem við höfðum gert upp og stækkað. Húsið var á stórri eign. Við seldum húsið og eignina með, við seldum bílana og allt innbú, sófann, ketilinn og hnífapörin. Það var allt selt. Við fjárfestum peningunum og lifum á því.“ Sjóhreinsibúnaðurinn sem tryggir að þau hafa stanslaust aðgengi að drykkjarvatni. Aðsend Báturinn sem ber nafnið Sturdeee var þriggja ára þegar þau keyptu hann. „Fyrsti báturinn okkar var með nafnið Sturdee og ég er með gælunafnið Dee. Það að þannig átti vel við og var ein af ástæðum við keyptum fyrsta bátinn. Síðan keyptum við þennan og nefndum hana Sturdeee. Extra hull extra E. Og það er fyndið þegar þú þarft að stafa nafnið yfir talstöðinna,“ segir Dröfn. Ár í að breyta bátnum Áður en hægt var að sigla honum á opnu hafi þurfti þó að gera ýmsar breytingar á bátnum. Þau bættu því við sólarsellum, batteríi og vatnshreinsibúnaði þannig þau geti verið sjálfbær á meðan þau sigla og þurfi ekki að stöðva alltaf í höfn fyrir rafmagn og vatn. „Sólarsellurnar framleiða rafmagn sem er geymt í batteríunum en við erum líka með olíu fyrir vélina. Þegar okkur vantar vatn búum við það til úr sjónum,“ segir Dröfn. Vatnshreinsibúnaðurinn sér um að sía saltið úr sjónum svo hægt sé að drekka það. „Það er ekki eins gott og íslenska vatnið en það dugar.“ Ian og Dröfn á Terre-de-Haut í Gvadelúpueyjum.Aðsend Dröfn flutti til London árið 2011 og starfaði sem flugfreyja hjá einu stærsta flugfélagi Bretlands, Easy Jet, í tólf ár og kynntist Iani þar árið 2013 en hann starfaði hjá sama flugfélagi sem flugmaður. Þau nutu bæði nokkurrar velgengni hjá flugfélaginu en síðasta árið starfaði Dröfn sem yfirflugfreyja. Ian hefur verið flugstjóri í fjórtán ár en er með tuttugu ára reynslu sem flugmaður. Seldu allt sem þau áttu „Við ákváðum þegar við keyptum bátinn að við myndum hætta að vinna. Þannig að þegar báturinn var tilbúinn sögðum við upp í vinnunni. 31. maí 2023 var síðasti dagurinn okkar í vinnu,“ segir Dröfn en þau sigldu af stað frá Brighton 4. júní. Þaðan sigldu þau eftir suðurströnd Bretlands og yfir til Evrópu yfir Biscayaflóa fram hjá Frakklandi og norðurhluta Spánar. Þaðan fóru þau yfir til Kanaríeyja. Þar voru á sama tíma háhyrningar sem fjallað var um í fjölmiðlum sem réðust að bátum og sökktu nokkrum þeirra. „Við sáum þá leika sér í þeirri átt sem við vorum að sigla, nærri portúgölsku ströndinni. Við náðum að sigla fram hjá þeim og til Kanaríeyja. Þar gerðum við bátinn til fyrir siglinguna yfir Atlantshafið.“ Efsta myndin er tekin af bátunum sem sigldu með þeim í ARC siglingunni og þær neðri af Sturdeee, bátnum þeira, og fánum bátanna. Dröfn var eini Íslendingurinn í siglingunni. Aðsend Það gerðu þau í hópsiglingu sem kallast Atlantic Rally for Cruisers, eða ARC, þar sem siglt er í hópsiglingu frá Kanaríeyjum til Grenada í Karíbahafinu. „Við vildum ekki sigla ein yfir Atlantshafið upp á öryggi og ef eitthvað kæmi upp á. Við skráðum okkur í ARC. Alls sigldu saman 95 bátar. Við hittumst í Las Palmas og vorum í mánuð að gera bátinn tilbúinn til að fara í gegnum öryggisráðstafanir.“ 95 bátar sigldu saman yfir Atlantshafið ARC er skipulagt af samtökunum World Cruising. Allir sem taka þátt í siglingunni þurfa að uppfylla öryggisráðstafanir sem settar eru af samtökunum auk þess sem þau þurfa að uppfylla ýmis skilyrði er varða siglingarréttindi. „Það kemur einstaklingur frá samtökunum og fer yfir bátinn til að skoða hvort eitthvað þurfi að bæta eða gera við. Eftir það er byrjað að safna í mat og gera allt til. Við vörðum líka miklum tíma í að elda mat því þegar það er vont í sjóinn er ekki hægt að elda almennilega. Þá er fínt að henda í pottinn og hita upp. Við eyddum því mánuði í að gera það,“ segir Dröfn. Þai lögðu svo af stað í ARC yfir Atlantshafið þann 3. nóvember 2023. Frá Kanarí tók við fimm daga sigling til Grænhöfðaeyja í Afríku og þaðan sextán daga sigling til Grenada „Þá vorum við komin til Karíbahafsins og gátum leikið okkur þar. Ian bað mín í desember 2023 á Tobago Cays á Sankti Vinsent og Grenadínur. Það er uppáhaldseyjan mín,“ segir Dröfn sem segir frá bónorðinu á nýjustu færslunni á blogginu sem hún heldur úti um ferðalagið. „Ég er sirka einu og hálfi ári á eftir á blogginu. Það er alltaf svo mikið að gera og það tekur allt lengri tíma á bátnum. Það sem tekur þig 40 mínútur heima í húsi tekur tvo til fjóra tíma á bátnum. Eftir það er maður bara búinn á því.“ Hér eru Dröfn og Ian með Michelle, Peter og Lana sem sigldu með þeim yfir Atlantshafið. Myndin er tekin þegar þau komu til Grenada þann 4. desember 2023. Aðsend Dröfn segir mikilvægt fyrir sig og fjölskyldur þeirra Ians að halda skrá um það sem á daga þeirra drífur. Því heldur hún úti blogginu auk þess að deila myndum og myndböndum á samfélagsmiðla. Strangt matarskipulag um borð Hún segir misjafnt eftir því hvar þau eru hvað þau séu að borða. Nú í Panama fari þau einfaldlega út í búð þar sem hægt sé að kaupa flest sem hugurinn girnist. Það hafi verið annað á Bahamaeyjum. „Úrvalið þar er frekar takmarkað af til dæmis grænmeti og ávöxtum. Það er gúrka, paprika, laukur, kál og appelsína og epli. Kannski öðru hverju koma perur en þá eru þær orðnar svo rotnar að mann langar ekki í þær.“ Auk þess sé verðlagið mjög hátt á Bahamaeyjum. Ein paprika kosti um átta dollara sem samsvarar um þúsund íslenskum krónum og sex egg um þrettán dollara sem samsvarar um 1.720 íslenskum krónum „En nú erum við komin til Panama og ég get fengið fetaost og almennilegt kjöt,“ segir Dröfn sem einmitt núna vinnur að því að elda fyrir langferðina yfir Kyrrahafið. „Ég er með átta uppskriftir sem ég ætla að tvöfalda og setja í frysti. Það er kjúklingur í karrí, spaghettí Bolognese, Chili con carne og fleiri réttir. Það tekur sirka tvo daga að elda þetta og gera þetta til.“ Það er engin smá vinna sem fer í matarundirbúning. Fyrst þarf að versla, svo elda og svo vakúmpakka öllu svo það taki minna pláss. Aðsend Eftir það er öllu komið fyrir í lofttæmdum umbúðum, vakúmpakkað, því það er takmarkað pláss á bátnum. Um tveimur dögum fyrir brottför fara þau í verslun og kaupa ferskt grænmeti og ávexti sem á að duga þeim í um tvær vikur. „Eftir það eru það grænmeti og ávaxtakokteill í dós. Ian er ekki hrifinn en það minnir mig á jólin hjá ömmu í gamla daga.“ Það þarf að koma öllu vel fyrir á bátnum. Aðsend Dröfn segir tryggingarnar fyrir svona siglingar virka þannig að ekkert tjón fæst bætt ef báturinn verður fyrir skemmdum á stað þar sem gengur yfir fellibyljaárstíð. Þau ákváðu því að leggja bátnum í fjóra mánuði síðasta sumar í Grenada og flugu til Bretlands og Íslands á meðan. „Við náðum þá að hitta fjölskyldu og vini og komum aftur út í október í fyrra og héldum áfram að sigla í Karíbahafinu. Við sigldum eftir það til Bahamaeyja og erum núna komin til Panama. Næst er stefnan tekin á Bora Bora í Frönsku-Pólynesíu.“ Bíða þess að fá að sigla í gegnum Panamaskurðinn Ferðin þangað hefst í gegnum Panamaskurðinn og þau bíða þess nú að fá leyfi til að sigla þar í gegn. „Á meðan bíðum við hér í Panama í 30 stiga hita, engum vindi og 90 prósent raka. Þegar við erum komin í gegnum Panamaskurðinn tekur svo við bið eftir veðurglugga til að sigla yfir Kyrrahafið.“ Planið þeirra er þá að vera komin þangað í haust en siglingin tekur á milli tuttugu og fjörutíu daga. Planið er svo að vera á Tahítí eða Fiji næstu jól og eftir það verður stefnan tekin á Ástralíu og markmiðið að vera þar um jól og áramót 2026. „Vinafólk okkar var að klára þessa siglingu og fór þetta á 26 dögum. Það fer eftir vindi og hafinu. Hvort það sé skemmtilegt og leiðinlegt.“ Hvað þýðir það að hafið sé leiðinlegt? „Það þýðir stórar öldur og að við séum að sigla á móti öldunum í stað þess að sigla með þeim. Eða að öldurnar komi á hliðina. Það sé þungt í sjóinn.“ Betra að vera ekki alltaf ein Dröfn segist oft verða hrædd. „Það koma alveg tímar þar sem ég velti því fyrir mér af hverju ég sé að þessu. En svo þegar þetta er búið kemur yfirleitt kyrrð yfir og góður vindur og þá man ég að það er akkúrat ástæðan fyrir því að ég er að þessu,“ segir hún og brosir breitt. Hér fagna Ian og Dröfn því að vera lent á Grenada. Allur ARC hópurinn hittist til að fagna. Aðsend Bátalífið segir hún geta verið krefjandi og sérstaklega að vera bara tvö. Þess vegna reyni þau að fá liðsauka þegar þau fara í langar siglingar Þegar þau sigldu yfir Atlantshafið hafi þau til að mynda verið fimm á bátnum og í næstu löngu siglingu, yfir Kyrrahafið, verði þau fjögur. „Þegar við fórum ARC voru feðgin með okkur og stelpa sem við kynntumst í Bretlandi sem kennir fólki að sigla. Hún ætlar að koma með okkur yfir Kyrrahafið líka og önnur stelpa frá Þýskalandi.“ Dröfn segir þau, sem betur fer, ekki hafa lent í alvarlegum vandræðum eða hættu. „En það er alltaf eitthvað að brotna og eitthvað sem þarf að laga. Einhver leki. Einhver skrúfa sem hefur ekki verið lokað nógu vel fyrir og það kemur vatn inn. Það eru smáatriði. En þegar maður kaupir sér bát er alltaf eitthvað sem þarf að laga. Þetta er hörkuvinna en alltaf þess virði þegar maður kemur á áfangastað.“ Þau hafa þó lent í stormi, þrumum og eldingum en alltaf náð að bjarga sér. „Ef þú lendir í eldingu er allt rafmagnið dautt í bátnum. Við höfum þannig verið rosalega heppin. En við eigum vini sem hafa lent í slæmum atvikum. Eins og að mastrið brotni og detti af. Við pössum rosalega vel upp á að allt sé ókei. Við förum upp á mastrið á tveggja mánaða fresti og bæði fyrir og eftir langar siglingar. Við erum búin að vera rosalega heppin,“ segir hún og bankar þrisvar í borðið. Frelsið það besta við bátalífið En hvað er það besta við þetta líf? „Það besta við þessa ferð hefur verið frelsið til að lifa lífinu á okkar eigin forsendum. Að sofa út þegar maður vill sofa út og leika sér þegar maður vill leika sér. Það er skemmtilegast að vera á þeim stað sem maður hefur planað að sigla á og situr á akkerinu og byrjar á því að synda. Það eru kannski fjórir metrar að botni og manni líður bara eins og maður sé í sundlaug,“ segir hún og heldur áfram: „Eftir mörg ár með fasta rútínu og skipulagðan vinnutíma hefur það verið ótrúlegt að vakna við nýtt útsýni, vera í beinum tengslum við náttúruna og sigla um heiminn með vindinum. Það er ekki alltaf auðvelt, en hver áskorun minnir mig á hvað við erum fær þegar við treystum sjálfum okkur og tökum áhættu. Einfaldleikinn, fegurðin og óvissan, allt þetta gerir þetta líf svo einstakt.“ Matarveisla á Sturdeee. Aðsend Engar reglur hafa verið settar á ferðalaginu um það hversu lengi þau stoppa á hverjum stað. Það fer aðeins eftir veðri vindum og hvort þau eigi von á gestum eða eigi stefnumót við vini eða ættingja á ákveðnum áfangastað. Stundum séu þau í marga daga en ef þau vilja sjá margt stoppi þau styttra. Til dæmis hafi þau bara tekið einn eða tvo daga á hverjum stað á Bahamaeyjum því þau langaði að sjá svo margt. „Það er bara undir okkur komið því við þurfum ekkert að vera komin heim eftir tvær vikur til að vinna. Ef allt gengur upp er það Bora Bora og Tahítí næstu áramót og Ástralía áramótin 2026. Vonandi verðum við á akkeri fyrir framan brúnna í Sidney. Það er draumurinn.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á blogginu og á Instagram-reikningi Drafnar hér.
Siglingaíþróttir Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira