Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2025 17:15 Jordan Spieth vann tíu PGA-mót, þar af þrjú risamót, á þremur árum en hefur síðan aðeins tvisvar fagnað sigri á PGA-mótaröðinni á sjö árum. Kevin C. Cox/Getty Images Rúmur mánuður er síðan Rory McIlroy vann sér inn langþráðan grænan jakka með því að fagna sigri á Masters-mótinu í golfi. Með sigrinum kom McIlroy sér einnig í fámennan hóp. Hóp sem Jordan Spieth vonast til að komast í á komandi PGA-meistaramóti. Tíu ár eru síðan Jordan Spieth spratt með sprengju fram á sjónarsviðið í alþjóðlegu golfi. Hann vann bæði Masters-mótið og US Open árið 2015 og komst nærri sigri á bæði Opna breska og PGA-meistaramótinu. Honum tókst hins vegar að vinna Opna breska meistaramótið árið 2017 og hafði þá unnið ellefu mót á PGA-mótaröðinni. Það hefur hins vegar hægst á kappanum síðan. Frá því að sigurinn vannst í Bretlandi hafa aðeins tvö mót unnist á bestu mótaröð heims, í apríl 2021 og síðast í apríl 2022. Erlendir miðlar hafa hins vegar beint sviðsljósinu að Spieth síðustu daga. Hann hefur leikið ágætlega að undanförnu, varð fjórtándi á Masters-mótinu, átjándi á RBC-Heritage-mótinu helgina eftir og fjórði á CJ Cup í byrjun maí. Mikið er rætt um McIlroy, sem mætir fullur sjálftrausts til leiks á PGA-meistaramótið, og á völl sem er í miklu uppáhaldi hjá honum – Quail Hollow í Norður-Karólínu – og sagður líklegur til að vinna annað risamótið í röð. Þar með myndi hann feta í fótspor Spieth sem vann fyrstu tvö risamót ársins fyrir áratug. Scottie Scheffler mætir til leiks í miklu stuði, en á áðurnefndu CJ Cup (þar sem Spieth var í fjórða á 19 undir pari) vann Scheffler mótið á 31 höggi undir pari vallar, átta höggum á undan næsta manni. Bryson DeChambeau er einnig líklegur til afreka en hann er farinn að vinna aftur á LIV-mótaröðinni og var einum slökum lokadegi frá því að hafa betur gegn McIlroy á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Það skyldi þó aldrei vera að Spieth myndi bætast í hóp manna sem hafa unnið alslemmuna. Hann er á uppleið í byrjun árs og er eflaust ákveðinn í því að láta ná áfanganum. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tíu ár eru síðan Jordan Spieth spratt með sprengju fram á sjónarsviðið í alþjóðlegu golfi. Hann vann bæði Masters-mótið og US Open árið 2015 og komst nærri sigri á bæði Opna breska og PGA-meistaramótinu. Honum tókst hins vegar að vinna Opna breska meistaramótið árið 2017 og hafði þá unnið ellefu mót á PGA-mótaröðinni. Það hefur hins vegar hægst á kappanum síðan. Frá því að sigurinn vannst í Bretlandi hafa aðeins tvö mót unnist á bestu mótaröð heims, í apríl 2021 og síðast í apríl 2022. Erlendir miðlar hafa hins vegar beint sviðsljósinu að Spieth síðustu daga. Hann hefur leikið ágætlega að undanförnu, varð fjórtándi á Masters-mótinu, átjándi á RBC-Heritage-mótinu helgina eftir og fjórði á CJ Cup í byrjun maí. Mikið er rætt um McIlroy, sem mætir fullur sjálftrausts til leiks á PGA-meistaramótið, og á völl sem er í miklu uppáhaldi hjá honum – Quail Hollow í Norður-Karólínu – og sagður líklegur til að vinna annað risamótið í röð. Þar með myndi hann feta í fótspor Spieth sem vann fyrstu tvö risamót ársins fyrir áratug. Scottie Scheffler mætir til leiks í miklu stuði, en á áðurnefndu CJ Cup (þar sem Spieth var í fjórða á 19 undir pari) vann Scheffler mótið á 31 höggi undir pari vallar, átta höggum á undan næsta manni. Bryson DeChambeau er einnig líklegur til afreka en hann er farinn að vinna aftur á LIV-mótaröðinni og var einum slökum lokadegi frá því að hafa betur gegn McIlroy á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Það skyldi þó aldrei vera að Spieth myndi bætast í hóp manna sem hafa unnið alslemmuna. Hann er á uppleið í byrjun árs og er eflaust ákveðinn í því að láta ná áfanganum. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira