Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2025 07:30 Nokkrum klukkustundum eftir framlengdan oddaleik sem tryggði Haukum Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta var fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir mætt til að sinna sinni vinnu sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International. Vísir/Samsett mynd „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfuboltavellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrirliði Hauka sem varð í gær Íslandsmeistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukkustundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel. Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“ Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“
Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira