Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 13:03 Frá rauða dreglinum í Cannes í gær þar sem Tom Cruise spókaði sig, meðal annarra. AP/Millie Turner Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137. Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög. Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög.
Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira