Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 11:02 McIlroy átti í vandræðum, sem og félagar hans Scheffler og Schauffele. Scheffler rétti þó úr kútnum og stendur best þeirra þriggja að vígi. Andrew Redington/Getty Images Óvænt staða er á meðal toppmanna eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Sigurstranglegir kylfingar voru margir hverjir í brasi þegar mótið hófst á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu í gær. Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira