Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 11:02 McIlroy átti í vandræðum, sem og félagar hans Scheffler og Schauffele. Scheffler rétti þó úr kútnum og stendur best þeirra þriggja að vígi. Andrew Redington/Getty Images Óvænt staða er á meðal toppmanna eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Sigurstranglegir kylfingar voru margir hverjir í brasi þegar mótið hófst á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu í gær. Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira