Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Hjörvar Ólafsson skrifar 18. maí 2025 15:56 Kennie Chopart og liðsfélagar hans hjá Fram héldu hreinu í leiknum gegn Vestra. Vísir/Diego Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. Leikurinn fór rólega af stað með taktískri skák Rúnars Kristinssonar og Davíðs Smára Lamude en bæði lið spila leikkerfið 3-4-3, voru þétt til baka og gáfu fá færi á sér. Vuk Oskar Dimitrijevic, kantmaður Framliðsins, fekk fyrsta færi leiksins en skot hans var ekki nógu fast og langt út í hornið og Guy Smit það varði nokkuð þægilega. Jeppe Pedersen var síðan nálægt því að ná forytunni fyrir gestina að vestan en skalli hans eftir hnitmiðaða sendingu Fatai fór rétt framhjá markið Framliðsins. Simon Tibbling kom svo Frömmurum yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Sergine Mamadou Fall braut afar klaufalega á Vuk Oskari og Ívar Orri Kristjánsson dæmdi réttilega vítaspyrnu. Simon fór á vítapunktinn og skoraði af feykilega öryggi framhjá Guy Smit. Svíinn stráði salti í sár hollenska markvarðarins með því að fagna í andlitið á honum og fékk orð í eyra frá Ívari Orri. Arnór Borg Guðjohnsen, sem kom inn á sem varamaður í framlínu Vestra í upphafi seinni hálfleiks, var nálægt því að jafna metin um miðbik seinni hálfleiks en Viktor Freyr Sigurðsson, bjargaði með góðu úthlaupi. Már Ægisson fékk svo gott færi til þess að gera út um leikinn þegar hann slapp í gegn en hann hélt spennu í leiknum með því að skjóta framhjá. Vestramenn voru aðgangsharðir upp við mark Frammara á síðustu mínútum leiksins en þar var það Daði Berg Jónsson sem var næst því að sjá til þess að gestirnir færu með stig vestur. Leikmenn Fram köstuðu sér hins vegar fyrir þau skot sem dundu á þá og Viktor Freyr var öruggur í sínum aðgerðum og niðurstaðan 1-0 sigur Fram sem hefur nú níu stig í sjötta sæti. Valur og Stjarnan hafa einnig níu stig í sætunum í kringum Fram á meðan Vestri er áfram á toppnum ásamt Breiðabliki og Víkingi með 13 stig. Atvik leiksins Tækling Sergine Mamadou Fall sem varð til þess að Vuk Oskar féll og fékk vítið sem skar út um leikinn að lokum var einkar klaufaleg og óþörf. Stjörnur og skúrkar Vuk Oskar var skeinuhættur á vinstri kantinum hjá Fram og Simon Tibbling átti góðan leik inni á svæðinu. Kyle McLagan batt svo saman varnarlínu Framliðsins sem erfitt var að finna glufur á að þessu sinni. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Ívar Orri Kristjánsson, Guðmundur Ingi Bjarnason, Bryngeir Valdimarsson og Twana Khalid Ahmed voru með góð tök á þessum leik. Vítaspyrnan sem Ívar Orri dæmdi var hárrétt og lítið sem ekkert sem orkaði tvímælis hjá dómarakvartettnum. Þeir fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það voru tæplega 1000 manns sem mættu í veðurblíðuna í Úlfarsárdal í dag. Létt yfir áhorfendum sem létu fara vel um sig í góða veðrinu. Umgjörðin upp á 10 og Valtýr Björn Valtýsson sýndi snilldar tilþrif í starfi vallarþular. Besta deild karla Fram Vestri
Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. Leikurinn fór rólega af stað með taktískri skák Rúnars Kristinssonar og Davíðs Smára Lamude en bæði lið spila leikkerfið 3-4-3, voru þétt til baka og gáfu fá færi á sér. Vuk Oskar Dimitrijevic, kantmaður Framliðsins, fekk fyrsta færi leiksins en skot hans var ekki nógu fast og langt út í hornið og Guy Smit það varði nokkuð þægilega. Jeppe Pedersen var síðan nálægt því að ná forytunni fyrir gestina að vestan en skalli hans eftir hnitmiðaða sendingu Fatai fór rétt framhjá markið Framliðsins. Simon Tibbling kom svo Frömmurum yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Sergine Mamadou Fall braut afar klaufalega á Vuk Oskari og Ívar Orri Kristjánsson dæmdi réttilega vítaspyrnu. Simon fór á vítapunktinn og skoraði af feykilega öryggi framhjá Guy Smit. Svíinn stráði salti í sár hollenska markvarðarins með því að fagna í andlitið á honum og fékk orð í eyra frá Ívari Orri. Arnór Borg Guðjohnsen, sem kom inn á sem varamaður í framlínu Vestra í upphafi seinni hálfleiks, var nálægt því að jafna metin um miðbik seinni hálfleiks en Viktor Freyr Sigurðsson, bjargaði með góðu úthlaupi. Már Ægisson fékk svo gott færi til þess að gera út um leikinn þegar hann slapp í gegn en hann hélt spennu í leiknum með því að skjóta framhjá. Vestramenn voru aðgangsharðir upp við mark Frammara á síðustu mínútum leiksins en þar var það Daði Berg Jónsson sem var næst því að sjá til þess að gestirnir færu með stig vestur. Leikmenn Fram köstuðu sér hins vegar fyrir þau skot sem dundu á þá og Viktor Freyr var öruggur í sínum aðgerðum og niðurstaðan 1-0 sigur Fram sem hefur nú níu stig í sjötta sæti. Valur og Stjarnan hafa einnig níu stig í sætunum í kringum Fram á meðan Vestri er áfram á toppnum ásamt Breiðabliki og Víkingi með 13 stig. Atvik leiksins Tækling Sergine Mamadou Fall sem varð til þess að Vuk Oskar féll og fékk vítið sem skar út um leikinn að lokum var einkar klaufaleg og óþörf. Stjörnur og skúrkar Vuk Oskar var skeinuhættur á vinstri kantinum hjá Fram og Simon Tibbling átti góðan leik inni á svæðinu. Kyle McLagan batt svo saman varnarlínu Framliðsins sem erfitt var að finna glufur á að þessu sinni. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Ívar Orri Kristjánsson, Guðmundur Ingi Bjarnason, Bryngeir Valdimarsson og Twana Khalid Ahmed voru með góð tök á þessum leik. Vítaspyrnan sem Ívar Orri dæmdi var hárrétt og lítið sem ekkert sem orkaði tvímælis hjá dómarakvartettnum. Þeir fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það voru tæplega 1000 manns sem mættu í veðurblíðuna í Úlfarsárdal í dag. Létt yfir áhorfendum sem létu fara vel um sig í góða veðrinu. Umgjörðin upp á 10 og Valtýr Björn Valtýsson sýndi snilldar tilþrif í starfi vallarþular.
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti