Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2025 23:12 Yval Raphael keppir fyrir hönd Ísrael í Eurovision í ár með laginu A New Day Will Rise. Getty/Jens Büttner Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47
Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50
Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42