Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Bjarki Sigurðsson skrifar 17. maí 2025 07:02 Finnarnir í KAJ sem keppa fyrir hönd Svíþjóðar þykja langlíklegastir til að vinna Eurovision í kvöld. Getty/Jens Büttner Fátt virðist geta hindrað Svíana frá því að sigra Eurovision í áttunda sinn og verða þar með einir sigursælasta þjóðin í sögu keppninnar. Fáar breytingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli gærkvöldsins, þó svo að margt hafi gengið þar á. Á dómararennslinu í gær þurftu allir keppendur að sýna sínar bestu hliðar, enda er helmingi stiga keppninnar úthlutað þá. Dómnefndir keppnisríkjanna fylgdust með og gáfu sinn úrskurð, en við fáum ekki að vita fyrr en í kvöld hvert stigin fara. Ég var staddur í keppnishöllinni þegar rennslið fór fram. Þetta var gríðarlega skemmtilegt og ég sé að línurnar eru farnar að skýrast. Sumir stórbættu sig frá því í undankeppninni á meðan aðrir áttu veikari flutning. Það versta við kvöldið var að ég skuli hafa borgað sex svissneska franka, 930 íslenskar krónur, fyrir vatn í höllinni. Þetta fannst mér okurverð á vatnsflösku en þetta var enn sárara þegar mér var rétt plastglas með kranavatni. Vatnið hér í Sviss er hreint og gott líkt og heima á Íslandi, en ef einhver á Íslandi reyndi að selja mér vatnsglas úr krananum yrði ég afar ósáttur. Hvað þá ef ég þyrfti að borga tæpar þúsund krónur fyrir þetta vatnsglas. Þarna komu líka í ljós sterkar vísbendingar um að Celine Dion muni stíga á svið í kvöld. Hún sigraði auðvitað Eurovision fyrir Sviss árið 1988. Hún tók ekki þátt í rennslinu en spiluð voru sömu myndskilaboðin frá henni og á þriðjudaginn. Á meðan stilltu sviðsmenn upp eins og annað atriði væri að hefjast, en voru búnir að ganga aftur frá þegar myndbandinu lauk. Grunsamlegt. En að rennslinu sjálfu, ég slapp við mína verstu martröð, sem hægt er að lesa beint með því að gera CTRL+F og skrifa „Portúgal“. Hér kemur mín greining á öllum þeim atriðum sem stíga á svið í kvöld. Noregur Mér leið eins og greyið litli Kyle sé að ströggla eitthvað með röddina sína. Hann er búinn að vera með eitthvað í hálsinum en negldi samt alla háu tónana sína í gærkvöldi. Hins vegar voru dýpri tónarnir eitthvað slakir. Hann er samt svo sætur og skemmtilegur, held að Íslendingar elski hann og kjósi. Lúxemborg Ég var mikill aðdáandi þessa lags þar til í gær. Fannst það eitthvað óþægilegra en það var á fimmtudaginn. Þessi dúkkupæling er að skemma fyrir mér. Á sama tíma er svo nett að vera frá Lúxemborg svo hún fær einhver stig frá mér fyrir það. Finnst Lúxemborg vera svona land sem enginn er frá. Það er bara til. Eins og Mónakó og Sviss. Það er enginn frá þessum löndum í mínum huga. Hún var kraftlítil í gærkvöldi og þarf að bæta sig. Eistland Ég er að verða þreyttur á Tommy mínum, því miður. Þetta lag er grípandi fyrstu skiptin sem þú hlustar á það en ég held ég sé búinn að hlusta aðeins of oft á þetta. Og það er aftur farið að pirra mig hvað hann er falskur. Ísrael Var eiginlega of upptekinn við að fylgjast með viðbrögðum í salnum við þessu lagi, þannig ég náði ekki að móta neina skoðun á gæðum þess. Hef samt hlustað á það nokkrum sinnum á Spotify og finnst með mjög leiðinlegt. Litáen Dæs. Hver er að kjósa þetta? Þetta er með eindæmum leiðinlegt og ómerkilegt lag. Öll hljómsveitin er í einhverskonar spennitreyjum og söngvarinn hefur engan áhuga á að vera þarna. Bannað að kjósa Litáen. Spánn Melody er aaaalgjör drottning. Hún átti höllina í gær. Hún nýtti hvert einasta tækifæri til að veifa og senda fingurkossa til aðdáenda. Eina vesenið er að lagið er leiðinlegt fyrir utan neglu viðlag. Þetta er smá sóun á góðu viðlagi. En hún er slay. Úkraína Þarna varð bæting. Mikil bæting. Fannst flutningurinn á þriðjudaginn lélegur og lagið varð leiðinlegt. En í gær var þetta æði. Það er eins og söngvarinn hafi vaknað við það að vera tilkynntur síðastur upp úr undanriðlinum. Í gær fórnaði hann nokkrum nótum til þess að setja meiri kraft í þetta, semsagt hann var aðeins falskur þar sem krafturinn var, en það virkar svo vel. Lyftir laginu svo vel upp og hann er aftur orðinn vinur minn í mínum huga. Bretland Fleiri drottningar þarna. Vá hvað það er nett þegar þær eru að radda, þetta atriði er bara allt ótrúlega skemmtilegt. Svo elska þær allar Ísland, það er bónus. Austurríki Vávávává. Miklu betra í gær en á fimmtudaginn. Nokkrir falskir tónar þar en ekki í kvöld. Þetta var rosalegt. Þetta var magnað. Þetta er samt lag sem ég myndi aldrei hlusta á nema í Eurovision. Þannig ég vona að hann vinni ekki. Líka smá svipaður stíll og sigurlagið í fyrra, við viljum nýtt efni takk. Ísland Væb-bræður eru tíundu á svið og ég held að það sé fullkomið pláss. Beint á eftir Austurríki, sem allir vilja og ættu að horfa á, svo allir eru enn límdir við skjáinn að jafna sig á því magnaða atriði. Fá svo þessa Væb-veislu beint í andlitið og vakna til lífsins. Hópurinn var enn og aftur til fyrirmyndar í gær og ég held að þetta hafi gengið eins og í sögu. Þeir sækja þó líklegast ekki mörg stig til dómnefnda en vonandi einhver, því það er ekkert að þessu lagi. Finnst lagið alltaf verða betra og betra, og að sá Hálfdán og Matthías á stóra sviðinu gefur manni svo ótrúlega hlýja tilfinningu í hjartað. Súperstjörnur. Lettland Ég er aðdáandi. Veit að það eru margir haters þarna úti en ég er ekki einn af þeim. Sex Bríetar-klónar að syngja eitthvað sem ég skil ekki, klæddar eins og sírenur. Svo eru þær með skott. Holland Veðbankar geta ekki ákveðið sig með elsku Hollendinginn. Hann flýgur upp og niður þar jafnt og þétt yfir daginn. Skemmtilegt atriði og hann vel myndarlegur. Í ljótum fötum samt. Finnland Plís gefum henni tólf stig. Ef við myndum ferðast aftur til átjándu aldar og sýna einhverjum myndbandi af þessu atriði myndi sá hinn sami fá hjartaáfall á staðnum. Þetta er ÆÐI. Ég missti smá álit á henni eftir óþægilega fondúatriðið á fimmtudaginn en ég er búinn að fyrirgefa henni. Hún er langnæstvinsælust í Basel á eftir Svíunum. Mitt hot take er að hún gæti stolið nokkrum stigum af Svíunum og jafnvel stolið sigrinum... Ítalía Æjj, hann er svo mikið grey. Pólland Hún er alltaf að festa sig í ólunum sem hún svífur í í atriðinu. Af hverju sleppir hún því ekki. Líður svo óþægilega að sjá hana ströggla, hún er líka á sextugsaldri (samt megabeip) og á ekki að þurfa að losa sig úr þessum ólum sjálf. Er minni aðdáandi af þessu lagi en ég var í byrjun vikunnar, finnst það ekki halda vel. Þýskaland Hvílík teknóveisla. Fullt af Þjóðverjum í salnum í gær sem elska þessi systkini. Söngkonan er samt líka búin að eiga erfitt með röddina sína upp á síðkastið, og það er erfitt að syngja lag sem var greinilega samið sem autotune-veisla þegar þú mátt ekki nota autotune. Grikkland Mér finnst þetta lag alltof erfitt. Og söngkonan líka. Finnst lagið leiðinlegt og svo er hún með mest óþarfa búningaskipti Eurovision-sögunnar. Vil sjá hana neðarlega. Armenía Söngvarinn er heitur, en hann er smá spes. Hann rappar, sem er ekki gott í Eurovision, og hann syngur ekki í viðlaginu, sem er eini góði hlutinn. Fannst nett að hann væri á hlaupabretti, en svo sá ég hann hlaupa á brettinu. Hann hleypur eins og Guffi, vona hans vegna að það sjáist ekki í útsendingunni. Hann væri í síðasta sæti hjá mér ef það væri ekki frátekið fyrir Portúgalina. Sviss Love it. Fallegasta lag keppninnar, mjög sætt allt saman. Hef ekki mikið meira um það að segja. Malta Þetta er alvöru stemningsatriði. Nota ekki orðið slay oft (þó ég hafi notað það fyrr í þessari grein), en ef það á einhverntímann við er það þarna. Svo er kærasta söngkonunnar landsliðskona Möltu í fótbolta, sem er stig í mínum bókum. Finnst reyndar endirinn á atriðinu þar sem hún og dansararnir eru að gera óþægilega hluti við jógabolta smá óþægilegur. Portúgal BORING. Síðasta sæti. Ég skildi ekki hvernig þeir komust áfram og ég skil það enn ekki. Hundleiðinlegt lag og ómerkilegt atriði. Held það sé ekki hægt að gera þetta lag skemmtilegt. Ef þeir fá stig frá Íslandi gæti ég urlast. Ég sat og neyddist til að horfa á þá syngja í blaðamannahöllinni þegar það kom rosalegt feedback í hátalarana. Reglur Eurovision eru þannig að ef eitthvað klikkar í tækninni, sem er þá tæknimönnum að kenna en ekki flytjendum, mega þeir taka lagið aftur. Ég sá því fyrir mér að þurfa að hlusta á þetta gegn mínum vilja tvisvar sama kvöldið, sem er mín versta martröð enda agalega leiðinlegt lag. Sem betur fer var þetta annað hvort þessari leiðinlegu hljómsveit að kenna, eða að þeir töldu þetta feedback ekki hafa þannig áhrif á flutninginn að þeir þyrftu að syngja aftur. Eða að þeir hafi bara vitað að þeir fá núll stig sama hvort eitthvað klikki eða ekki. Danmörk Þetta lag verður bara betra og betra. Sissal, söngkonan, er líka færeysk sem eru mörg bónusstig. Hún er rosalega vinsæl hér í Basel. Í lestinni á fimmtudaginn eftir undankvöldið heyrði ég fólk tala færeysku og spurði hvort þau þekktu hana eitthvað persónulega. Ég fékk í andlitið glaðasta mann veraldar sem sagði: „Þekki ég hana??? Hún er dóttir mín!“ Svo spjölluðum við um Jógvan restina af ferðinni. Svíþjóð Kóngarnir í Basel. Ég verð ekki þreyttur á þessu lagi, eða að minnsta kosti ekki hingað til. Þeir hljóta að vinna þetta, en allir ættu að horfa á atriðið, stórkostleg skemmtun. Frakkland Er ekki jafnmikill aðdáandi þessa lags lengur því núna er Sviss með uppáhalds rólega lagið mitt í keppninni. Samt mjög fallegt og hún er mjög vinsæl hér, endar væntanlega ofar en Sviss. San Marínó Ég tengi ekki við þetta lag og þennan gæja. Hann er plötusnúður?? Viðlagið vissulega festist ansi rækilega í hausnum á manni en allt hitt er leiðinlegt. Albanía Eeeelska þetta lag. Albanirnir eru geggjaðir og ég held alveg lúmskt með þeim. Finnst þetta flott og frábært. Niðurstaða Við erum að fara að fá ótrúlega skemmtilegt úrslitakvöld í kvöld. Vona að þetta verði spennandi og að Svíarnir hlaupi ekki með þetta, þó þeir megi alveg vinna mín vegna. Ég ætla ekki að koma með spá alveg strax, geymum hana fyrir vaktina í kvöld. Eurovision Eurovision 2025 Sviss Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira
Á dómararennslinu í gær þurftu allir keppendur að sýna sínar bestu hliðar, enda er helmingi stiga keppninnar úthlutað þá. Dómnefndir keppnisríkjanna fylgdust með og gáfu sinn úrskurð, en við fáum ekki að vita fyrr en í kvöld hvert stigin fara. Ég var staddur í keppnishöllinni þegar rennslið fór fram. Þetta var gríðarlega skemmtilegt og ég sé að línurnar eru farnar að skýrast. Sumir stórbættu sig frá því í undankeppninni á meðan aðrir áttu veikari flutning. Það versta við kvöldið var að ég skuli hafa borgað sex svissneska franka, 930 íslenskar krónur, fyrir vatn í höllinni. Þetta fannst mér okurverð á vatnsflösku en þetta var enn sárara þegar mér var rétt plastglas með kranavatni. Vatnið hér í Sviss er hreint og gott líkt og heima á Íslandi, en ef einhver á Íslandi reyndi að selja mér vatnsglas úr krananum yrði ég afar ósáttur. Hvað þá ef ég þyrfti að borga tæpar þúsund krónur fyrir þetta vatnsglas. Þarna komu líka í ljós sterkar vísbendingar um að Celine Dion muni stíga á svið í kvöld. Hún sigraði auðvitað Eurovision fyrir Sviss árið 1988. Hún tók ekki þátt í rennslinu en spiluð voru sömu myndskilaboðin frá henni og á þriðjudaginn. Á meðan stilltu sviðsmenn upp eins og annað atriði væri að hefjast, en voru búnir að ganga aftur frá þegar myndbandinu lauk. Grunsamlegt. En að rennslinu sjálfu, ég slapp við mína verstu martröð, sem hægt er að lesa beint með því að gera CTRL+F og skrifa „Portúgal“. Hér kemur mín greining á öllum þeim atriðum sem stíga á svið í kvöld. Noregur Mér leið eins og greyið litli Kyle sé að ströggla eitthvað með röddina sína. Hann er búinn að vera með eitthvað í hálsinum en negldi samt alla háu tónana sína í gærkvöldi. Hins vegar voru dýpri tónarnir eitthvað slakir. Hann er samt svo sætur og skemmtilegur, held að Íslendingar elski hann og kjósi. Lúxemborg Ég var mikill aðdáandi þessa lags þar til í gær. Fannst það eitthvað óþægilegra en það var á fimmtudaginn. Þessi dúkkupæling er að skemma fyrir mér. Á sama tíma er svo nett að vera frá Lúxemborg svo hún fær einhver stig frá mér fyrir það. Finnst Lúxemborg vera svona land sem enginn er frá. Það er bara til. Eins og Mónakó og Sviss. Það er enginn frá þessum löndum í mínum huga. Hún var kraftlítil í gærkvöldi og þarf að bæta sig. Eistland Ég er að verða þreyttur á Tommy mínum, því miður. Þetta lag er grípandi fyrstu skiptin sem þú hlustar á það en ég held ég sé búinn að hlusta aðeins of oft á þetta. Og það er aftur farið að pirra mig hvað hann er falskur. Ísrael Var eiginlega of upptekinn við að fylgjast með viðbrögðum í salnum við þessu lagi, þannig ég náði ekki að móta neina skoðun á gæðum þess. Hef samt hlustað á það nokkrum sinnum á Spotify og finnst með mjög leiðinlegt. Litáen Dæs. Hver er að kjósa þetta? Þetta er með eindæmum leiðinlegt og ómerkilegt lag. Öll hljómsveitin er í einhverskonar spennitreyjum og söngvarinn hefur engan áhuga á að vera þarna. Bannað að kjósa Litáen. Spánn Melody er aaaalgjör drottning. Hún átti höllina í gær. Hún nýtti hvert einasta tækifæri til að veifa og senda fingurkossa til aðdáenda. Eina vesenið er að lagið er leiðinlegt fyrir utan neglu viðlag. Þetta er smá sóun á góðu viðlagi. En hún er slay. Úkraína Þarna varð bæting. Mikil bæting. Fannst flutningurinn á þriðjudaginn lélegur og lagið varð leiðinlegt. En í gær var þetta æði. Það er eins og söngvarinn hafi vaknað við það að vera tilkynntur síðastur upp úr undanriðlinum. Í gær fórnaði hann nokkrum nótum til þess að setja meiri kraft í þetta, semsagt hann var aðeins falskur þar sem krafturinn var, en það virkar svo vel. Lyftir laginu svo vel upp og hann er aftur orðinn vinur minn í mínum huga. Bretland Fleiri drottningar þarna. Vá hvað það er nett þegar þær eru að radda, þetta atriði er bara allt ótrúlega skemmtilegt. Svo elska þær allar Ísland, það er bónus. Austurríki Vávávává. Miklu betra í gær en á fimmtudaginn. Nokkrir falskir tónar þar en ekki í kvöld. Þetta var rosalegt. Þetta var magnað. Þetta er samt lag sem ég myndi aldrei hlusta á nema í Eurovision. Þannig ég vona að hann vinni ekki. Líka smá svipaður stíll og sigurlagið í fyrra, við viljum nýtt efni takk. Ísland Væb-bræður eru tíundu á svið og ég held að það sé fullkomið pláss. Beint á eftir Austurríki, sem allir vilja og ættu að horfa á, svo allir eru enn límdir við skjáinn að jafna sig á því magnaða atriði. Fá svo þessa Væb-veislu beint í andlitið og vakna til lífsins. Hópurinn var enn og aftur til fyrirmyndar í gær og ég held að þetta hafi gengið eins og í sögu. Þeir sækja þó líklegast ekki mörg stig til dómnefnda en vonandi einhver, því það er ekkert að þessu lagi. Finnst lagið alltaf verða betra og betra, og að sá Hálfdán og Matthías á stóra sviðinu gefur manni svo ótrúlega hlýja tilfinningu í hjartað. Súperstjörnur. Lettland Ég er aðdáandi. Veit að það eru margir haters þarna úti en ég er ekki einn af þeim. Sex Bríetar-klónar að syngja eitthvað sem ég skil ekki, klæddar eins og sírenur. Svo eru þær með skott. Holland Veðbankar geta ekki ákveðið sig með elsku Hollendinginn. Hann flýgur upp og niður þar jafnt og þétt yfir daginn. Skemmtilegt atriði og hann vel myndarlegur. Í ljótum fötum samt. Finnland Plís gefum henni tólf stig. Ef við myndum ferðast aftur til átjándu aldar og sýna einhverjum myndbandi af þessu atriði myndi sá hinn sami fá hjartaáfall á staðnum. Þetta er ÆÐI. Ég missti smá álit á henni eftir óþægilega fondúatriðið á fimmtudaginn en ég er búinn að fyrirgefa henni. Hún er langnæstvinsælust í Basel á eftir Svíunum. Mitt hot take er að hún gæti stolið nokkrum stigum af Svíunum og jafnvel stolið sigrinum... Ítalía Æjj, hann er svo mikið grey. Pólland Hún er alltaf að festa sig í ólunum sem hún svífur í í atriðinu. Af hverju sleppir hún því ekki. Líður svo óþægilega að sjá hana ströggla, hún er líka á sextugsaldri (samt megabeip) og á ekki að þurfa að losa sig úr þessum ólum sjálf. Er minni aðdáandi af þessu lagi en ég var í byrjun vikunnar, finnst það ekki halda vel. Þýskaland Hvílík teknóveisla. Fullt af Þjóðverjum í salnum í gær sem elska þessi systkini. Söngkonan er samt líka búin að eiga erfitt með röddina sína upp á síðkastið, og það er erfitt að syngja lag sem var greinilega samið sem autotune-veisla þegar þú mátt ekki nota autotune. Grikkland Mér finnst þetta lag alltof erfitt. Og söngkonan líka. Finnst lagið leiðinlegt og svo er hún með mest óþarfa búningaskipti Eurovision-sögunnar. Vil sjá hana neðarlega. Armenía Söngvarinn er heitur, en hann er smá spes. Hann rappar, sem er ekki gott í Eurovision, og hann syngur ekki í viðlaginu, sem er eini góði hlutinn. Fannst nett að hann væri á hlaupabretti, en svo sá ég hann hlaupa á brettinu. Hann hleypur eins og Guffi, vona hans vegna að það sjáist ekki í útsendingunni. Hann væri í síðasta sæti hjá mér ef það væri ekki frátekið fyrir Portúgalina. Sviss Love it. Fallegasta lag keppninnar, mjög sætt allt saman. Hef ekki mikið meira um það að segja. Malta Þetta er alvöru stemningsatriði. Nota ekki orðið slay oft (þó ég hafi notað það fyrr í þessari grein), en ef það á einhverntímann við er það þarna. Svo er kærasta söngkonunnar landsliðskona Möltu í fótbolta, sem er stig í mínum bókum. Finnst reyndar endirinn á atriðinu þar sem hún og dansararnir eru að gera óþægilega hluti við jógabolta smá óþægilegur. Portúgal BORING. Síðasta sæti. Ég skildi ekki hvernig þeir komust áfram og ég skil það enn ekki. Hundleiðinlegt lag og ómerkilegt atriði. Held það sé ekki hægt að gera þetta lag skemmtilegt. Ef þeir fá stig frá Íslandi gæti ég urlast. Ég sat og neyddist til að horfa á þá syngja í blaðamannahöllinni þegar það kom rosalegt feedback í hátalarana. Reglur Eurovision eru þannig að ef eitthvað klikkar í tækninni, sem er þá tæknimönnum að kenna en ekki flytjendum, mega þeir taka lagið aftur. Ég sá því fyrir mér að þurfa að hlusta á þetta gegn mínum vilja tvisvar sama kvöldið, sem er mín versta martröð enda agalega leiðinlegt lag. Sem betur fer var þetta annað hvort þessari leiðinlegu hljómsveit að kenna, eða að þeir töldu þetta feedback ekki hafa þannig áhrif á flutninginn að þeir þyrftu að syngja aftur. Eða að þeir hafi bara vitað að þeir fá núll stig sama hvort eitthvað klikki eða ekki. Danmörk Þetta lag verður bara betra og betra. Sissal, söngkonan, er líka færeysk sem eru mörg bónusstig. Hún er rosalega vinsæl hér í Basel. Í lestinni á fimmtudaginn eftir undankvöldið heyrði ég fólk tala færeysku og spurði hvort þau þekktu hana eitthvað persónulega. Ég fékk í andlitið glaðasta mann veraldar sem sagði: „Þekki ég hana??? Hún er dóttir mín!“ Svo spjölluðum við um Jógvan restina af ferðinni. Svíþjóð Kóngarnir í Basel. Ég verð ekki þreyttur á þessu lagi, eða að minnsta kosti ekki hingað til. Þeir hljóta að vinna þetta, en allir ættu að horfa á atriðið, stórkostleg skemmtun. Frakkland Er ekki jafnmikill aðdáandi þessa lags lengur því núna er Sviss með uppáhalds rólega lagið mitt í keppninni. Samt mjög fallegt og hún er mjög vinsæl hér, endar væntanlega ofar en Sviss. San Marínó Ég tengi ekki við þetta lag og þennan gæja. Hann er plötusnúður?? Viðlagið vissulega festist ansi rækilega í hausnum á manni en allt hitt er leiðinlegt. Albanía Eeeelska þetta lag. Albanirnir eru geggjaðir og ég held alveg lúmskt með þeim. Finnst þetta flott og frábært. Niðurstaða Við erum að fara að fá ótrúlega skemmtilegt úrslitakvöld í kvöld. Vona að þetta verði spennandi og að Svíarnir hlaupi ekki með þetta, þó þeir megi alveg vinna mín vegna. Ég ætla ekki að koma með spá alveg strax, geymum hana fyrir vaktina í kvöld.
Eurovision Eurovision 2025 Sviss Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira