„Sjálfum okkur verstar” Ólafur Þór Jónsson skrifar 17. maí 2025 17:17 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Pawel FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis. „Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
„Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn