Lífið

Þjóðin tjáir sig: Skip­brot VÆB, sögu­leg núll stig og meðal­greind heims­álfa

Magnús Jochum Pálsson skrifar
VÆB-bræður riðu ekki feitum hesti í kvöld. Íslendingar voru ekki par sáttir með dómnefndir Evrópu.
VÆB-bræður riðu ekki feitum hesti í kvöld. Íslendingar voru ekki par sáttir með dómnefndir Evrópu.

VÆB-bræður fengu sögulega fá stig frá dómnefndum á úrslitakvöldi Eurovision í kvöld, núll talsins og enduðu með 33 stig. Íslendingum var ekki skemmt og fengu útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlum. 

VÆB-bræður voru númer tíu á svið og stóðu sig með mikilli prýði. Eftir hressandi frammistöðuna hækkaði Ísland hjá veðbönkum og voru margir Íslendingar voru margir tilbúnir að lýsa yfir sigri eftir flutninginn en það var ansi langt frá því að gerast.

VÆB-arar voru þó alls ekki neðstir hjá almenningi, fengu þar 33 stig, en núll stigin frá dómurum voru dýr. Dómnefndir Evrópu fengu því sérstaklega slæma útreið hjá netverjum eftir að úrslitin voru ljós.

Árni Stefán átti erfitt með að útskýra niðurstöðuna fyrir dóttur sinni. Aðrir skildu hvorki upp né niður í henni.

Sumir voru reiðir, aðrir súrir. 

Beggi Alfons taldi lélega íslenskukunnáttu dómnefndanna um að kenna.

Kolbeinn Kári lét dómnefndina ekki slá sig út af laginu. Konni Waage lagði til nýtt fyrirkomulag.

Dagbjörg lagði til nýtt hashtag í stað #12stig fyrir Eurovision: #0stig. Fleiri léku sér með það.

Daníel Scheving velti fyrir sér hvort Trump ætti bara að taka við stjórninni og Jónas Már horfði frekar til Kína. Flestir virtust í það minnsta ósáttir með Evrópu.

Einhverjir léku sér með texta VÆB-bræðra.

Ísland eða Everton, hvort er hvað?

Þá voru sumir sérstaklega óánægðir með ákveðin nágrannalönd.

Yfirlýsingar veðbanka voru kannski bara jinx.

Það er alltaf næsta ár! Og þá sendum við sigurvegara.

Þá hugguðu margir sig við að Ísrael skyldi ekki vinna og aðrir veltu því fyrir sér hvort brögð væru í tafli.

Egill Helgason benti á að Evrópa hafi verið hársbreidd frá því að gera út af við sig með því að gefa Ísrael svo mörg stig.

Rokkarinn Magni velti fyrir sér hvort það hefði kannski bara verið best ef Ísrael hefði unnið svo þjóðir gætu loks tekið afstöðu til glæpa landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.