Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 16:32 Már Wolfgang Mixa telur að Seðlabankinn ætti að halda áfram vaxtalækkunarferli. Vísir/Egill Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“ Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“
Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira