„Við elskum að spila hérna“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. maí 2025 22:02 Aron Elí Sævarsson í leik með Mosfellingum fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink „Mér líður ótrúlega vel. Þvílíkur leikur,“ sagði fyrirliði Aftureldingar, Aron Elí Sævarsson, eftir 4-3 endurkomusigur sinna manna gegn KR. Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira