Fótbolti

Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns

Aron Guðmundsson skrifar
Ronaldo yngri er nú þegar farinn að skora mörk fyrir Portúgal
Ronaldo yngri er nú þegar farinn að skora mörk fyrir Portúgal Vísir/Samsett mynd

Cristiano Ronaldo Júnior skoraði fyrstu tvö mörk sín fyrir Portúgal er hann lék með undir fimmtán ára landsliði Portúgal gegn Króatíu í 3-2 sigri á æfingamóti.

Fyrra markinu, því fyrsta fyrir Portúgal, fagnaði hann að hætti föður síns Cristiano Ronaldo, fagn sem er fyrir löngu orðið heimsþekkt. Fyrra markið var einkar glæsilegt, fast vinstri fótar skot sem fór í slánna og inn. Seinnamarkið var skallamark og má sjá mörkin tvö hér fyrir neðan en sigurinn tryggði Portúgal fyrsta sæti á mótinu.

Þetta er fyrsta landsliðsverkefnið sem að Cristiano Ronaldo yngri tekur þátt í fyrir hönd Portúgal, hann er fjórtán ára gamall og er á mála hjá sádiarabíska félaginu Al-Nassr en þar spilar faðir hans þessa stundina.

Kappinn klæðist að sjálfsögðu treyju númer sjö líkt og faðir hans gerir en eins og gefur að skilja beinist nú mikil athygli að þeim yngri í ljósi árangursins sem að Ronaldo eldri hefur náð á fótboltavellinum.

Sá yngri hóf fagnið og hinir fylgdu með Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×