Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. maí 2025 07:42 Myndin er tekin í gær á norðanverðri Gasaströndinni. Íbúar flýja þar í kjölfar þess að gefin var úr rýmingarviðvörun. Vísir/EPA Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða. Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf. Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf.
Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25
Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46