Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 18:01 Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun