Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir heldur áfram að þjarma að ríkisstjórninni vegna styrkjamálsins. Daða Má var nóg boðið og sagði þetta ekki skipta neinu máli. vísir/anton brink/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í styrkjamálið svokallað. En það hefur verið talsvert til umræðu á þinginu að undanförnu. Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira