Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:31 Sara Björk Gunnarsdóttir segir lífið í Sádi-Arabíu í vetur hafa verið ævintýri sem hún naut að upplifa, þrátt fyrir mikinn menningarmun. Vísir Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30