Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 11:33 Glódís Perla Viggósdóttir verður í Meistaradeildinni ásamt liðsfélögum sínum í Bayern á næsta tímabili. Hér er hún í leik við Arsenal í haust. Julian Finney/Getty Images Streymisveitan Disney+ hefur tryggt sér sýningarrétt á Meistaradeild kvenna í fótbolta frá og með næstu leiktíð, til fimm ára. Streymisveitur hafa rutt sér til rúms í kvennafótboltanum að undanförnu. Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira