Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. maí 2025 18:47 Jakob Byström nýtti tækifærið í byrjunarliðinu frábærlega. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson KR tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð þegar þeir fengu Fram í heimsókn í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar skoruðu öll sín mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik. Lokatölur 2-3. Með sigrinum fer Fram upp fyrir KR í töflunni, alla leið upp í fjórða sætið. Líkt og við mátti búast voru KR-ingar talsvert meira með boltann í þessum leik og áttu nokkra afbragðs sóknir í upphafi leiks. Kom að fyrsta marki Fram.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Það voru þó Framarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Komust gestirnir þá upp vinstri kantinn þar sem Haraldur Einar Ásgrímsson kom með fyrirgjöf milli varnar og markvarðar og endaði boltinn á fjær stönginni þar sem Jakob Byström ýtti boltanum yfir línuna. Var þetta aðeins byrjunin á ótrúlegum kafla í leiknum, því aðeins þremur mínútum síðar var dæmd aukaspyrna u.þ.b. 25 metrum frá marki Fram. Aron Sigurðarson tók spyrnuna og smellti honum upp í fjær hornið, stórbrotið mark. Aron að skora beint úr aukaspyrnu annan leikinn í röð. Aukaspyrna Arons á leið að marki. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Aron fagnar frábæru marki.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Framarar svöruðu þó strax fyrir sig. Nú átti Simon Tibbling góða sendingu inn í teiginn af hægri kantinum beint á Jakob Byström sem flikkaði boltanum með höfðinu yfir Halldór Snæ í marki KR. Jakob Byström með drauma byrjun í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni. Einni mínútu síðar voru Framarar búnir að bæta við. Simon Tibbling rendi þá boltanum í gegnum miðja vörn KR á Vuk Oskar Dimitrijevic, sem var kominn einn í gegn og kláraði vel. Staðan 1-3 eftir 24 mínútur. Vuk Oskar skýtur ... Vísir/Guðmundur Þórlaugarson ... og hann fagnar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Eftir þennan ótrúlega kafla lægðu öldurnar í leiknum. Mun meira jafnvægi komst á leikinn og fengu bæði lið nokkra sénsa fram að hálfleik, en ekki tókst þeim að bæta við mörkum fyrir hálfleiksflautið. Í síðari hálfleik þéttu Framarar raðirnar enn frekar og sóknarþungi KR jókst hægt og bítandi. Endaði það með marki á 69. mínútu þegar Aron Sigurðarson kom sér á hægri fótinn fyrir utan teig Fram og lét vaða. Boltinn endaði í netinu og Viktor Freyr Sigurðsson ósáttur með sjálfan sig að hafa ekki gert betur í markinu. Á 80. mínútu fengu gestirnir algjört dauðafæri. Kristófer Konráðsson var þá kominn einn gegn Halldóri Snæ eftir skyndisókn. Kristófer lék á Halldór Snæ og átti bara eftir að setja boltann í markið. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og Halldór Snær náði að koma fæti í boltann áður en Kristófer lét skotið ríða af. Færið sem um er ræðir. Þremur mínútum seinna átti Matthias Præst skot í innanverða stöngina eftir þunga sókn KR. Á 85. mínútu fékk Finnur Tómas sitt annað gula spjald í leiknum og var sendur í sturtu. Hrinti hann þá Guðmundi Magnússyni eftir baráttu þeirra um boltann, glórulaus hegðun hjá Finni Tómasi. Finnur Tómas sá rautt. Það verður erfitt fyrir KR-inga að fylla skarð hans þar sem það er ekki um auðugan garð að gresja í öftustu línu um þessar mundir. Orrahríðin að marki Fram hélt áfram og átti Aron Sigurðarson stangarskot beint úr aukaspyrnu á 93. mínútu. Framarar stóðu það þó af sér og unnu leikinn. Atvik leiksins Þriðja mark Fram sem Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði. Var það lokamark þess ótrúlega kafla sem reið yfir í fyrri hálfleik. Miðverðir KR, Finnur Tómas og Hjalti Sigurðsson, geta verið afar ósáttir með sjálfa sig í því marki. Einföld sending í gegnum miðja vörnina sem reyndist dýrkeypt. Stjörnur og skúrkar Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í þessum leik, hans fyrsti leikur. Tvö mörk frá þessum tvítuga svía sem á þó íslenskar rætur, en hann á Íslenska ömmu frá Dalvík. Sú tenging er sögð hafa haft áhrif á það að hann spili nú hér á landi. Landi hans á miðjunni, Simon Tibbling, var einnig flottur og átti tvær stoðsendingar. Tibbling hefur komið vel inn í lið Fram.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Aron Sigurðarson var svo lang besti leikmaður KR. Tvö geggjuð mörk og sló hann algjörlega taktinn í sóknarleik liðsins. Miðverðir KR eru skúrkarnir. Hjalta Sigurðssyni er enginn greiði gerður með að vera settur í miðja vörnina, en hann hefur verið í miklum vandræðum þar í síðustu tveimur leikjum. Hjalti var flottur í upphafi tímabils í bakverðinum. Finnur Tómas þarf svo að líta í sinn eigin barm. Jú jú, það er ekki öfundsvert að spila miðvarðarstöðuna í þessu sóknarþenkjandi KR liði, en hann verður að sýna meiri leiðtoga hæfileika. Lætur svo reka sig út af undir lok leiks fyrir glórulausa hrindingu, en fyrra gula spjaldið var fyrir tuð. Elías Ingi spjaldar Finn Tómas.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Dómarar Elías Ingi Árnason átti allt í lagi dag í dag. Undarleg atvik sem hann lét fram hjá sér fara í leiknum. Hárrétt ákvörðun samt hjá honum að senda Finn Tómas í sturtu. Stemning og umgjörð Það var heldur döpur mæting á þennan leik, rétt rúmlega 700 manns. KR-ingar sungu þó allan leikinn og Framarar voru hressir á pöllunum. Betur má ef duga skal. KR-ingar eru eflaust spenntir að komast loks á eigin heimavöll. Hvenær sem það verður.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson „Við erum að fara að spila þennan bolta“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson „Við sköpum nóg eins og vanalega en bara boltinn vill ekki inn oftar en tvisvar í dag og aftur erum við að gefa allt of auðveld mörk. Bara ógeðslega svekkjandi, en hann vildi bara ekki inn,“ sagði Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, eftir tapið í kvöld. „Fyrsta markið þeirra er náttúrulega bara djók, það er bara laflaus bolti og lekur á fjær og við gleymum manninum. Síðan náum við marki sem á að gefa okkur orku en svo skora þeir tvö hröð mörk í kjölfarið og gera þetta erfitt fyrir okkur. Við höldum samt áfram allan tímann og erum nálægt þessu en þetta er ekki leikur sem við eigum að þurfa að elta nánast í 90 mínútur. Við þurfum að vera meira clever fyrir framan markið okkar og verja það betur.“ Aðspurður hvort það væri ekki erfitt að elta leikinn þá svaraði Aron því um hæl. „Það er það ekki ef þú heldur markinu hreinu og ert að fá sénsa, það gefur þér orku. En ef við erum að sækja og sækja og fáum svo mark í andlitið, það tekur orku af þér. Við erum að fara að spila þennan bolta, það vita það allir, það vita það allir í liðinu. Þá þarf að verjast eins og menn.“ Aron segist litla breytingu þurfa svo að liðið fari aftur að sigra leiki, en þetta er þriðji tapleikurinn í röð. „Það þarf lítið að breytast, það er auðvelt að segja það. Það er ekkert lið búið að spila í gegnum okkur og spila einhvern tiki-taka bolta eins og við og skora mörk. Þetta er aulaskapur hjá okkur. Við erum að tapa honum, þetta eru fyrirgjafir, þetta er svo auðvelt að segjast ætla að laga en kannski erfitt að laga.“ „Við erum nálægt þessu. Við erum að spila okkar leik alveg allan leikinn hvort sem við erum 3-0 yfir eða undir sem er gott. Við erum að verða betri í þessu sem við erum að gera, en það er varnarleikurinn því miður,“ sagði Aron að lokum. Besta deild karla KR Fram Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í kvöld. Skoraði hann tvö mörk fyrir Fram í 2-3 sigri á KR í 8. umferð deildarinnar. 23. maí 2025 22:29
KR tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð þegar þeir fengu Fram í heimsókn í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar skoruðu öll sín mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik. Lokatölur 2-3. Með sigrinum fer Fram upp fyrir KR í töflunni, alla leið upp í fjórða sætið. Líkt og við mátti búast voru KR-ingar talsvert meira með boltann í þessum leik og áttu nokkra afbragðs sóknir í upphafi leiks. Kom að fyrsta marki Fram.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Það voru þó Framarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Komust gestirnir þá upp vinstri kantinn þar sem Haraldur Einar Ásgrímsson kom með fyrirgjöf milli varnar og markvarðar og endaði boltinn á fjær stönginni þar sem Jakob Byström ýtti boltanum yfir línuna. Var þetta aðeins byrjunin á ótrúlegum kafla í leiknum, því aðeins þremur mínútum síðar var dæmd aukaspyrna u.þ.b. 25 metrum frá marki Fram. Aron Sigurðarson tók spyrnuna og smellti honum upp í fjær hornið, stórbrotið mark. Aron að skora beint úr aukaspyrnu annan leikinn í röð. Aukaspyrna Arons á leið að marki. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Aron fagnar frábæru marki.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Framarar svöruðu þó strax fyrir sig. Nú átti Simon Tibbling góða sendingu inn í teiginn af hægri kantinum beint á Jakob Byström sem flikkaði boltanum með höfðinu yfir Halldór Snæ í marki KR. Jakob Byström með drauma byrjun í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni. Einni mínútu síðar voru Framarar búnir að bæta við. Simon Tibbling rendi þá boltanum í gegnum miðja vörn KR á Vuk Oskar Dimitrijevic, sem var kominn einn í gegn og kláraði vel. Staðan 1-3 eftir 24 mínútur. Vuk Oskar skýtur ... Vísir/Guðmundur Þórlaugarson ... og hann fagnar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Eftir þennan ótrúlega kafla lægðu öldurnar í leiknum. Mun meira jafnvægi komst á leikinn og fengu bæði lið nokkra sénsa fram að hálfleik, en ekki tókst þeim að bæta við mörkum fyrir hálfleiksflautið. Í síðari hálfleik þéttu Framarar raðirnar enn frekar og sóknarþungi KR jókst hægt og bítandi. Endaði það með marki á 69. mínútu þegar Aron Sigurðarson kom sér á hægri fótinn fyrir utan teig Fram og lét vaða. Boltinn endaði í netinu og Viktor Freyr Sigurðsson ósáttur með sjálfan sig að hafa ekki gert betur í markinu. Á 80. mínútu fengu gestirnir algjört dauðafæri. Kristófer Konráðsson var þá kominn einn gegn Halldóri Snæ eftir skyndisókn. Kristófer lék á Halldór Snæ og átti bara eftir að setja boltann í markið. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og Halldór Snær náði að koma fæti í boltann áður en Kristófer lét skotið ríða af. Færið sem um er ræðir. Þremur mínútum seinna átti Matthias Præst skot í innanverða stöngina eftir þunga sókn KR. Á 85. mínútu fékk Finnur Tómas sitt annað gula spjald í leiknum og var sendur í sturtu. Hrinti hann þá Guðmundi Magnússyni eftir baráttu þeirra um boltann, glórulaus hegðun hjá Finni Tómasi. Finnur Tómas sá rautt. Það verður erfitt fyrir KR-inga að fylla skarð hans þar sem það er ekki um auðugan garð að gresja í öftustu línu um þessar mundir. Orrahríðin að marki Fram hélt áfram og átti Aron Sigurðarson stangarskot beint úr aukaspyrnu á 93. mínútu. Framarar stóðu það þó af sér og unnu leikinn. Atvik leiksins Þriðja mark Fram sem Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði. Var það lokamark þess ótrúlega kafla sem reið yfir í fyrri hálfleik. Miðverðir KR, Finnur Tómas og Hjalti Sigurðsson, geta verið afar ósáttir með sjálfa sig í því marki. Einföld sending í gegnum miðja vörnina sem reyndist dýrkeypt. Stjörnur og skúrkar Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í þessum leik, hans fyrsti leikur. Tvö mörk frá þessum tvítuga svía sem á þó íslenskar rætur, en hann á Íslenska ömmu frá Dalvík. Sú tenging er sögð hafa haft áhrif á það að hann spili nú hér á landi. Landi hans á miðjunni, Simon Tibbling, var einnig flottur og átti tvær stoðsendingar. Tibbling hefur komið vel inn í lið Fram.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Aron Sigurðarson var svo lang besti leikmaður KR. Tvö geggjuð mörk og sló hann algjörlega taktinn í sóknarleik liðsins. Miðverðir KR eru skúrkarnir. Hjalta Sigurðssyni er enginn greiði gerður með að vera settur í miðja vörnina, en hann hefur verið í miklum vandræðum þar í síðustu tveimur leikjum. Hjalti var flottur í upphafi tímabils í bakverðinum. Finnur Tómas þarf svo að líta í sinn eigin barm. Jú jú, það er ekki öfundsvert að spila miðvarðarstöðuna í þessu sóknarþenkjandi KR liði, en hann verður að sýna meiri leiðtoga hæfileika. Lætur svo reka sig út af undir lok leiks fyrir glórulausa hrindingu, en fyrra gula spjaldið var fyrir tuð. Elías Ingi spjaldar Finn Tómas.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Dómarar Elías Ingi Árnason átti allt í lagi dag í dag. Undarleg atvik sem hann lét fram hjá sér fara í leiknum. Hárrétt ákvörðun samt hjá honum að senda Finn Tómas í sturtu. Stemning og umgjörð Það var heldur döpur mæting á þennan leik, rétt rúmlega 700 manns. KR-ingar sungu þó allan leikinn og Framarar voru hressir á pöllunum. Betur má ef duga skal. KR-ingar eru eflaust spenntir að komast loks á eigin heimavöll. Hvenær sem það verður.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson „Við erum að fara að spila þennan bolta“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson „Við sköpum nóg eins og vanalega en bara boltinn vill ekki inn oftar en tvisvar í dag og aftur erum við að gefa allt of auðveld mörk. Bara ógeðslega svekkjandi, en hann vildi bara ekki inn,“ sagði Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, eftir tapið í kvöld. „Fyrsta markið þeirra er náttúrulega bara djók, það er bara laflaus bolti og lekur á fjær og við gleymum manninum. Síðan náum við marki sem á að gefa okkur orku en svo skora þeir tvö hröð mörk í kjölfarið og gera þetta erfitt fyrir okkur. Við höldum samt áfram allan tímann og erum nálægt þessu en þetta er ekki leikur sem við eigum að þurfa að elta nánast í 90 mínútur. Við þurfum að vera meira clever fyrir framan markið okkar og verja það betur.“ Aðspurður hvort það væri ekki erfitt að elta leikinn þá svaraði Aron því um hæl. „Það er það ekki ef þú heldur markinu hreinu og ert að fá sénsa, það gefur þér orku. En ef við erum að sækja og sækja og fáum svo mark í andlitið, það tekur orku af þér. Við erum að fara að spila þennan bolta, það vita það allir, það vita það allir í liðinu. Þá þarf að verjast eins og menn.“ Aron segist litla breytingu þurfa svo að liðið fari aftur að sigra leiki, en þetta er þriðji tapleikurinn í röð. „Það þarf lítið að breytast, það er auðvelt að segja það. Það er ekkert lið búið að spila í gegnum okkur og spila einhvern tiki-taka bolta eins og við og skora mörk. Þetta er aulaskapur hjá okkur. Við erum að tapa honum, þetta eru fyrirgjafir, þetta er svo auðvelt að segjast ætla að laga en kannski erfitt að laga.“ „Við erum nálægt þessu. Við erum að spila okkar leik alveg allan leikinn hvort sem við erum 3-0 yfir eða undir sem er gott. Við erum að verða betri í þessu sem við erum að gera, en það er varnarleikurinn því miður,“ sagði Aron að lokum.
Besta deild karla KR Fram Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í kvöld. Skoraði hann tvö mörk fyrir Fram í 2-3 sigri á KR í 8. umferð deildarinnar. 23. maí 2025 22:29
„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í kvöld. Skoraði hann tvö mörk fyrir Fram í 2-3 sigri á KR í 8. umferð deildarinnar. 23. maí 2025 22:29