Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, ferðaðist ekki með liðinu til Spánar þar sem það mætir Athletic Bilbao í Meistaradeild Evrópu í dag. Fótbolti 16.9.2025 13:03
Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Thomas Partey og félagar hans í Villarreal mæta Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Á morgun þarf Partey svo að mæta í réttarsal. Fótbolti 16.9.2025 11:00
Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Raheem Sterling virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea en Enzo Maresca, knattspyrnustjóri liðsins, hefur tjáð honum að hann eigi sér enga framtíð hjá því. Enski boltinn 16.9.2025 10:31
Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í útileik gegn Como í kvöld en var tekinn af velli þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, sá sem kom inn á fyrir hann skoraði síðan jöfnunarmarkið og leikurinn endaði 1-1. Fótbolti 15. september 2025 20:52
Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ ÍA vann 3-1 sigur gegn Aftureldingu á heimavelli í síðasta leik áður deildin skiptist upp í efri og neðri hluta. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, var afar ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 15. september 2025 20:20
Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Kolbeinn Þórðarson og félagar í Göteborg sóttu mikilvæg þrjú stig með 2-1 sigri á útivelli gegn BK Hacken í 23. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Göteborg hélt leikinn út manni fleiri eftir að leikmaður BK Hacken fékk rautt spjald fyrir að sparka í klof andstæðingsins. Fótbolti 15. september 2025 19:20
Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram ÍA vann 3-1 sigur gegn Aftureldingu í botnslag og fór upp fyrir Aftureldingu í töflunni. Ómar Björn Stefánsson fór á kostum í liði Skagamanna og gerði tvö mörk. Íslenski boltinn 15. september 2025 18:40
Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Meiðslahrjáði franski miðvörðurinn Samuel Umtiti hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna á hilluna aðeins 31 árs gamall. Fótbolti 15. september 2025 17:45
Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. Íslenski boltinn 15. september 2025 17:17
Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Chris Wilder stýrði æfingu hjá Sheffield United í dag, 89 dögum eftir að hann var rekinn sem knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins. Enski boltinn 15. september 2025 15:31
City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Manchester City hefur rekið barþjón sem mætti í vinnuna í treyju Manchester United. Enski boltinn 15. september 2025 14:45
„United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigurbjörn Hreiðarsson og Adda Baldursdóttir ræddu um stöðu Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, í Sunnudagsmessunni í gær. Enski boltinn 15. september 2025 13:45
Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Síðustu tveir leikirnir í Bestu deild karla fyrir úrslitakeppnina fara fram í dag. Mikið er undir hjá Eyjamönnum sem freista þess að komast í efri hlutann. Íslenski boltinn 15. september 2025 12:16
Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Bandaríska landsliðskonan hjá Racing Louisville, Savannah DeMelo, hné niður í leik gegn Seattle Reign í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta í gær. Fótbolti 15. september 2025 10:33
„Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að halda áfram að spila 3-4-3 leikkerfið sitt þrátt fyrir að Rauðu djöflarnir hafi einungis unnið átta af 31 deildarleik undir hans stjórn. Enski boltinn 15. september 2025 09:30
Sjáðu mörkin úr mettapi KR KR hefur aldrei tapað deildarleik jafn stórt og gegn Víkingi í gær. Víkingar skoruðu sjö mörk gegn engu og fóru með þrjú stig frá Meistaravöllum. Íslenski boltinn 15. september 2025 09:02
Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Jamie Carragher gaf Hannibal Mejbri engan afslátt eftir að hann fékk á sig vítaspyrnu í leik Burnley og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 15. september 2025 08:31
Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Frammistaða Lukes Shaw í 3-0 tapi Manchester United fyrir Manchester City fór verulega í taugarnar á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Rauðu djöflanna. Enski boltinn 15. september 2025 08:03
„Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru vægast sagt hrifnir af því sem þeir hafa séð í upphafi tímabils hjá Arsenal. Enski boltinn 15. september 2025 07:33
Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Fjögur mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City vann öruggan sigur á Manchester United í borgarslagnum og Liverpool sótti sigur á Turf Moor. Enski boltinn 15. september 2025 07:02
Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Eftir um tuttugu mánaða fjarveru frá knattspyrnuvellinum snéri Sam Kerr, framherji Chelsea, aftur með látum í dag. Fótbolti 14. september 2025 23:30
Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Stjarnan vann sterkan 2-1 sigur þegar liðið mætti Val í toppslag í 22. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 14. september 2025 21:12
Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er langbesti leikmaður Íslands ef marka má einkunnagjöf nýjustu útgáfu tölvuleiksins EA FC. Fótbolti 14. september 2025 20:15
„Hrikalega sáttur með þetta“ Víkingur valtaði yfir KR-inga á Meistaravöllum í lokaumferð Bestu deildar karla. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik og þrjú í þeim seinni, lokatölur voru því 0-7. Með sigrinum tyllir Víkingur sér á topp deildarinnar, eða í bili allavega. Íslenski boltinn 14. september 2025 19:14