Ástin á götunni

Fréttamynd

Selvén aftur í Vestra

Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar á­fram eftir fram­lengingu

Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK

Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson er á leið til KR í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með hafa KR-ingar leyst markmannsvandræði sín en Sigurpáll Sören Ingólfsson, varamarkvörður liðsins, ökklabrotnaði á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ sektar Ár­bæ um 250 þúsund krónur

Á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands var ákveðið að sekta 3. deildarliðið Árbæ um 250 þúsund krónur. Ástæðan er framkvæmd leiks félagsins gegn Kormáki/Hvöt í Fótbolti.net bikarnum þann 16. júlí síðastliðinn sem og framkoma áhorfenda á leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“

FH komst í kvöld í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-3 dramatískan sigur á Valskonum á Hlíðarenda, þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr enn á lokamínútu framlengingar þegar varamaðurinn Margrét Brynja Kristjánsdóttir skoraði laglegt mark. Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH liðsins var stórkostleg í kvöld og stýrði vörn sinna kvenna með stakri prýði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarð­vík á toppinn

Njarðvík er komið í toppsæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir öflugan 3-0 sigur á HK sem er í 3. sæti. ÍR getur náð toppsætinu á nýjan leik annað kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arf­takinn sagður koma frá Hlíðar­enda

Það virðist sem KR sé nú þegar búið að finna arftaka Jóhannes Kristins Bjarnasonar á miðsvæðinu. Sá heitir Orri Hrafn Kjartansson og hefur verið í litlu hlutverki hjá Val, toppliði Bestu deildar karla í knattspyrnu, á leiktíðinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­selt á Evrópu­leik KA á Akur­eyri

Á fimmtudag tekur KA á móti Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og heimamenn eiga því góðan möguleika í leiknum sem verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tómas Bent nálgast Edin­borg

Miðjumaðurinn Tómas Bent Magnússon er við það að ganga í raðir Hearts sem kemur frá Edinborg og leikur í efstu deild skosku knattspyrnunnar. Tómas Bent var ekki með Val þegar liðið styrkti hirti toppsæti Bestu deildarinnar með 3-1 sigri á FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag

KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi.

Íslenski boltinn