Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2025 17:20 Rauða spjaldið sem Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk gegn Manchester United reyndist dýrt. getty/James Gill Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Mikil barátta var um þrjú laus sæti í Meistaradeild Evrópu. Fylgst var með öllu því helsta sem gerðist í beinni textalýsingu á Vísi en hana má finna neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan má svo nálgast textalýsingu frá hverjum og einum leik. Lokaumferðin Fulham 0-2 Man. City Liverpool 1-1 Crystal Palace Man. Utd 2-0 Aston Villa Newcastle 0-1 Everton Nott. Forest 0-1 Chelsea Southampton 1-2 Arsenal Tottenham 1-4 Brighton Wolves 1-1 Brentford Ipswich 1-3 West Ham Bournemouth 2-0 Leicester Manchester City hélt 3. sætinu með 0-2 sigri á Fulham á Craven Cottage. Ilkay Gündogan og Erling Haaland (víti) skoruðu mörk City sem vann sjö af síðustu níu deildarleikjum sínum og gerði tvö jafntefli. Levi Colwill fagnar með Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn á City Ground.getty/Robbie Jay Barratt Chelsea lyfti sér upp í 4. sætið með 0-1 sigri á Nottingham Forest á City Ground. Levi Colwill skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Forest varð að gera sér 7. sætið að góðu en liðið spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudaginn, 1-0, spilaði Manchester United vel gegn Aston Villa. Emiliano Martínez, markvörður gestanna, var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks en á 73. mínútu var mark dæmt af Morgan Rogers sem þótti afar hæpinn dómur. United tryggði sér sigurinn með mörkum Amads Diallo og Christians Eriksen (víti). Villa komst því ekki í Meistaradeildina annað árið í röð en liðinu hefði dugað jafntefli á Old Trafford því á sama tíma tapaði Newcastle United fyrir Everton á St James' Park, 0-1. Carlos Alcaraz skoraði eina mark leiksins a 65. mínútu. Newcastle endaði í 5. sæti og endurheimti því sæti sitt í Meistaradeildinni. Eddie Howe, stjóri Newcastle, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir tap gegn Everton.getty/Alex Dodd Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Ismaïla Sarr kom Palace yfir en Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool með sínu 29. deildarmarki á tímabilinu. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Tottenham náðu forystunni gegn Brighton með marki Dominics Solanke úr víti en töpuðu 1-4. Spurs endaði í 17. sæti sem er versti árangur liðsins síðan liðið féll úr efstu deild tímabilið 1976-77. Jack Hinselwood skoraði tvö mörk fyrir Brighton og Matt O'Riley (víti) og Diego Gómez sitt markið hvor. Mávarnir enduðu í 8. sæti. Martin Ødegaard skoraði sigurmark Arsenal gegn Southampton.getty/Mark Leech Arsenal sigraði botnlið Southampton á útivelli, 1-2. Kieran Tierney og Martin Ødegaard skoruðu mörk Arsenal sem endaði í 2. sæti. Ross Stewart skoraði mark Southampton sem fékk aðeins tólf stig. Antonio Semenyo skoraði bæði mörk Bournemouth í 2-0 sigri á Leicester City. Kirsuberin enduðu í 9. sæti en Refirnir féllu. West Ham United sigraði Ipswich Town, 1-3. James Ward-Prowse, Jarrod Bowen og Mohammed Kudus skoruðu mörk Hamranna en Nathan Broadhead mark nýliðanna sem féllu. Þá gerðu Wolves og Brentford 1-1 jafntefli. Bryan Mbeumo kom Býflugunum yfir með sínu tuttugasta deildarmarki á tímabilinu en Marshall Munetsi jafnaði fyrir Úlfana. Lokastaðan
Fylgst var með öllu því helsta sem gerðist í beinni textalýsingu á Vísi en hana má finna neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan má svo nálgast textalýsingu frá hverjum og einum leik. Lokaumferðin Fulham 0-2 Man. City Liverpool 1-1 Crystal Palace Man. Utd 2-0 Aston Villa Newcastle 0-1 Everton Nott. Forest 0-1 Chelsea Southampton 1-2 Arsenal Tottenham 1-4 Brighton Wolves 1-1 Brentford Ipswich 1-3 West Ham Bournemouth 2-0 Leicester Manchester City hélt 3. sætinu með 0-2 sigri á Fulham á Craven Cottage. Ilkay Gündogan og Erling Haaland (víti) skoruðu mörk City sem vann sjö af síðustu níu deildarleikjum sínum og gerði tvö jafntefli. Levi Colwill fagnar með Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn á City Ground.getty/Robbie Jay Barratt Chelsea lyfti sér upp í 4. sætið með 0-1 sigri á Nottingham Forest á City Ground. Levi Colwill skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Forest varð að gera sér 7. sætið að góðu en liðið spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudaginn, 1-0, spilaði Manchester United vel gegn Aston Villa. Emiliano Martínez, markvörður gestanna, var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks en á 73. mínútu var mark dæmt af Morgan Rogers sem þótti afar hæpinn dómur. United tryggði sér sigurinn með mörkum Amads Diallo og Christians Eriksen (víti). Villa komst því ekki í Meistaradeildina annað árið í röð en liðinu hefði dugað jafntefli á Old Trafford því á sama tíma tapaði Newcastle United fyrir Everton á St James' Park, 0-1. Carlos Alcaraz skoraði eina mark leiksins a 65. mínútu. Newcastle endaði í 5. sæti og endurheimti því sæti sitt í Meistaradeildinni. Eddie Howe, stjóri Newcastle, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir tap gegn Everton.getty/Alex Dodd Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Ismaïla Sarr kom Palace yfir en Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool með sínu 29. deildarmarki á tímabilinu. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Tottenham náðu forystunni gegn Brighton með marki Dominics Solanke úr víti en töpuðu 1-4. Spurs endaði í 17. sæti sem er versti árangur liðsins síðan liðið féll úr efstu deild tímabilið 1976-77. Jack Hinselwood skoraði tvö mörk fyrir Brighton og Matt O'Riley (víti) og Diego Gómez sitt markið hvor. Mávarnir enduðu í 8. sæti. Martin Ødegaard skoraði sigurmark Arsenal gegn Southampton.getty/Mark Leech Arsenal sigraði botnlið Southampton á útivelli, 1-2. Kieran Tierney og Martin Ødegaard skoruðu mörk Arsenal sem endaði í 2. sæti. Ross Stewart skoraði mark Southampton sem fékk aðeins tólf stig. Antonio Semenyo skoraði bæði mörk Bournemouth í 2-0 sigri á Leicester City. Kirsuberin enduðu í 9. sæti en Refirnir féllu. West Ham United sigraði Ipswich Town, 1-3. James Ward-Prowse, Jarrod Bowen og Mohammed Kudus skoruðu mörk Hamranna en Nathan Broadhead mark nýliðanna sem féllu. Þá gerðu Wolves og Brentford 1-1 jafntefli. Bryan Mbeumo kom Býflugunum yfir með sínu tuttugasta deildarmarki á tímabilinu en Marshall Munetsi jafnaði fyrir Úlfana. Lokastaðan
Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira