McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2025 21:23 Verðmætasti leikmaður Serie A steig upp þegar mest á reyndi. SSC NAPOLI/Getty Images Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld. Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira